19.03.1985
Sameinað þing: 60. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 3635 í B-deild Alþingistíðinda. (2980)

278. mál, tannsmíðanám

Fyrirspyrjandi (Árni Johnsen):

Hæstv. forseti. Ég þakka menntmrh. svör við þessari fsp. Það er ljóst af ummælum ráðh. að þessi mál hafa dregist úr hömlu, skapað óvissu og erfiðleika í þessari námsgrein og atvinnugrein. Ég vil leggja áherslu á hve brýnt er að ljúka þessu máli og koma því í farsæla höfn. Það virðist mögulegt með því sem unnið hefur verið á vegum rn. og tryggja ber, að unnt verði að hefja þetta nám á eðlilegan hátt með nýtingu húsa, véla og mannafla á komandi hausti. Auðvitað þarf jafnframt að tryggja að þeir sem svo langt eru komnir sem ráðh. gat um geti lokið sínum verkefnum á þessu ári eins og eðlilegt er.