25.03.1985
Neðri deild: 51. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 3804 í B-deild Alþingistíðinda. (3151)

347. mál, aðgerðir til að bæta hag sjómanna

Sjútvrh. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Ég vil minna á að bátar sem eru rétt yfir 10 tonn að stærð eru bundnir sérstöku aflamarki. Þar af leiðandi liggur það alveg fyrir að ef þessir bátar eiga ekki að búa við neina takmörkun væri um verulega mismunun að ræða. Þessar ráðstafanir eru því gerðar til að koma í veg fyrir mismunun, en ekki til að skapa hana sem ella hefði orðið.