01.04.1985
Efri deild: 54. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4008 í B-deild Alþingistíðinda. (3327)

165. mál, sláturafurðir

Frsm. (Davíð Aðalsteinsson):

Virðulegi forseti. Það er ekki lítið á mann lagt að vera sérlegur fulltrúi 11. landsk. þm. í þessari umr. en ég er sannfærður um það að ég mæli þar fyrir munn ekki síst hv. formanns landbn. og ég er sannfærður um að hann mundi fallast á þessi tilmæli hæstv. landbrh. að taka þetta mál upp af hálfu nefndarinnar, þ. e. gildistíma laganna. Það er rétt sem fram kom hjá hæstv. ráðh. að tíminn er afskaplega skammur til þess að lögin falli úr gildi. Sólarlagið er skammt undan.

Ég skal gera mitt til þess að koma þessum skilaboðum til hv. formanns landbn. og skal leggja mitt til í því efni að þetta verði skoðað af mestu mildi og skilningi.