23.04.1985
Sameinað þing: 73. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4495 í B-deild Alþingistíðinda. (3771)

395. mál, framleiðslustyrkir til kartöfluverksmiðja

Kolbrún Jónsdóttir:

Herra forseti. Þegar þessi ákvörðun var tekin mátti lesa það í blöðum að þarna væri verið að vernda kartöfluframleiðslu vegna innflutnings. En ég vil spyrja hæstv. ráðh.: Hvaða ástæða liggur að baki því að niðurgreiða þann hluta kartöfluvinnslunnar sem viðkomandi verksmiðjur framleiða og ekki á í vök að verjast við innflutning, þ. e. soðnu kartöflurnar og hálfsoðnu?