23.04.1985
Sameinað þing: 73. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4509 í B-deild Alþingistíðinda. (3798)

426. mál, hafnareglugerð

Fyrirspyrjandi (Hjörleifur Guttormsson):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. samgrh. fyrir upplýsingar hans. Það er auðvitað tilfinnanlegt þegar í löggjöf eru ákveðin tímamörk eins og þessi sem ekki er unnt að standa við þegar á reynir. En ég skil það ofur vel, sem hæstv. ráðh. sagði, að hér er um umfangsmikið verk að ræða og eðlilegt að það taki mið af breyttri skipan. Skv. upplýsingum ráðh. er væntanlega ekki langt að bíða þess að reglugerð verði sett á grundvelli laganna og ég treysti því að staðið verði við þær yfirlýsingar sem hæstv. ráðh. gaf og sem nutu mikils skilnings þegar mál þessi voru hér á lokastigi, frv. til nýrra hafnalaga, í hv. Nd.