30.10.1984
Sameinað þing: 11. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 599 í B-deild Alþingistíðinda. (387)

80. mál, einingahús

Fyrirspyrjandi (Kristín Halldórsdóttir):

Herra forseti. Það er nú aðeins örstutt aths. vegna þess að mér heyrist hæstv. ráðh. draga í efa að einingahús sé ódýrari byggingarkostur en sá hefðbundni. Ég vil aðeins benda á að í útlistunum húsnæðismálastjórnar týnist það ómælanlega hagræði sem húsbyggjendum er af hinum stutta byggingartíma einingahúsa, sem þýðir að þeir geta flutt inn örskömmu eftir að bygging hefst, stundum aðeins 3–4 vikum eftir að bygging hefst. Þess vegna er þetta kostur hinna efnaminni.