03.05.1985
Efri deild: 63. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4756 í B-deild Alþingistíðinda. (3994)

416. mál, þingsköp Alþingis

Frsm. (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Hæstv. forseti. Ég get ekki svarað neinu atriði sem hv. 3. þm. Norðurl. v. kom inn á í síðustu orðum sínum. Aðeins, hann sagði að orðalag 1. mgr. 32. gr. benti til þess að hægt væri að ræða fleiri en eitt mál. Það er alveg rétt, við erum sammála um það. En það er ekki hægt — og það er grundvallaratriði í þingsköpum — að ræða nema eitt mál í einu og það er það sem ég var að segja.