03.05.1985
Neðri deild: 63. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4799 í B-deild Alþingistíðinda. (4052)

237. mál, Lífeyrissjóður bænda

Frsm. (Páll Pétursson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. á þskj. 792 frá fjh.- og viðskn. Nál. hljóðar þannig:

„Nefndin hefur rætt frv. og mælir með því að það verði samþykkt óbreytt.

Guðrún Agnarsdóttir sat fundi nefndarinnar og er samþykk áliti þessu.“

Undir þetta rita Páll Pétursson, Svavar Gestsson, Guðmundur Einarsson, Þorsteinn Pálsson, Halldór Blöndal, Kjartan Jóhannsson og Friðrik Sophusson.

Þetta frv. er flutt í tengslum við frv. til l. um breytingu á lögum nr. 97/1979 um eftirlaun til aldraða, sem heilbr.- og trmrh. hefur lagt fram á Alþingi. Er gert ráð fyrir fimm ára framlengingu á þeim lögum eða til ársloka 1989.