07.05.1985
Sameinað þing: 80. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 4929 í B-deild Alþingistíðinda. (4189)

366. mál, könnun á hagkvæmni útboða

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Ég vil bara lýsa stuðningi mínum við þessa þáltill. Og ég vil benda á eitt atriði sem ég held að hafi ekki komið fram í máli þeirra flm. sem hér hafa talað. Það er hvort ekki sé athugandi að láta bjóða út þannig að það séu aðilar á viðkomandi atvinnusvæði sem er gefinn kostur á því að bjóða í minni og meðalstór verk. Ég vil að þetta komi fram og óska eftir því að sú nefnd sem fær þetta mál til umfjöllunar hugleiði þetta atriði til viðbótar þeim sem hv. flm. nefndu.