13.05.1985
Neðri deild: 68. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5157 í B-deild Alþingistíðinda. (4452)

5. mál, útvarpslög

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Vegna þeirrar stóru ákvörðunar að breyta því samkomulagi sem gert var varðandi auglýsingar treysti ég mér ekki til að greiða atkvæði í þessu máli og sit hjá.

Páll Pétursson: Herra forseti. Ég studdi það samkomulag sem meiri hl. menntmn. gerði. Nú hefur það samkomulag verið rækilega brotið þar sem þm. Sjálfstfl. hafa ekki staðið við það. Hagsmunagæsla fyrir gróðaherrana hefur nú keyrt langt úr hófi. Ég vil sýna andstöðu mína gegn útvarpslagafrv. sem svona hljóðar. Ég segi nei.