15.05.1985
Neðri deild: 70. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5294 í B-deild Alþingistíðinda. (4586)

86. mál, áfengislög

Guðrún Helgadóttir:

Herra forseti. Á sínum tíma fluttum við þáv. þm. Magnús Magnússon o. fl. þáltill. um að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um bruggun og sölu áfengs öls. Málið hlaut þá litið fylgi hér á hinu háa Alþingi. Nú er svo komið að frv. til l. um að heimila framleiðslu og sölu öls hefur verið hér til umræðu í allan vetur og hér eiga þm. nú engan annan kost en að taka afstöðu.

Till. hv. þm. Karvels Pálmasonar væri einungis vandræðaleg þrautalending, yrði hún samþykki, manna sem ekki þora að taka afstöðu. Ég segi nei.