21.05.1985
Sameinað þing: 85. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5540 í B-deild Alþingistíðinda. (4781)

452. mál, framleiðslukvóti í landbúnaði

3. Hversu miklum viðbótarkvóta hefur verið úthlutað, síðan búmarkið tók gildi, til lögbýla sem höfðu áunnið sér framleiðslukvóta á viðmiðunarárunum 1976, 1977 og 1978:

a. til mjólkurframleiðslu,

b. til framleiðslu sauðfjárafurða,

c. til nautakjötsframleiðslu?

4. Hversu stórum framleiðslukvóta hefur verið úthlutað, síðan búmarkið tók gildi árið 1980, til lögbýla sem enga framleiðslu höfðu á viðmiðunarárunum 1976, 1977 og 1978:

a. til mjólkurframleiðslu,

b. til framleiðslu sauðfjárafurða,

c. til nautakjötsframleiðslu?

5. Hvernig skiptist eignarhald þessara jarða (sbr. 3. og 4. lið) milli ríkis (kirkju), sveitarfélaga og einstaklinga?

6. Hafi verið úthlutað viðbótarkvóta til ríkisbúa utan þeirra framleiðsluréttinda, sem sköpuðust á árunum 1976–78, hversu stór hluti af heildaraukningunni kom þá í hlut ríkisbúa:

a. til mjólkurframleiðslu,

b. til framleiðslu sauðfjárafurða,

c. til nautakjötsframleiðslu?

Svar:

Fyrirvari.

Í svörum þessum er gengið út frá því að þar sem spurt er um framleiðslukvóta sé átt við búmark, þ. e. búmark hverrar jarðar og heildarbúmark á ákveðnu svæði eða á landinu í heild.

Við 1. lið:

Aukningin er 9,72% eða 171 481 ærgildisafurð.

Á móti þessu kemur að framleiðslu sauðfjárafurða og mjólkurframleiðslu hefur, síðan árið 1976, verið hætt á 548 jörðum með samanlagt búmark 99 281 ærgildisafurð. Búmark þetta fylgir jörðunum en hefur ekki verið fellt út úr heildarbúmarki landsins, enda getur framleiðsla hafist aftur á sumum þessara jarða.

Einnig kemur hér á móti að á 380 bújörðum er nýting búmarksins innan við 50%. Af þessu leiðir að framleiðslukvóti í mjólk hefur verið lægri en búmarkið 1/1–31/8 1980 og framleiðsluárið 1983/1984, en ekki framleiðsluárin 1980/1981–1981/1982 og 1982/1983.

Framleiðslukvóti í sauðfjárafurðum hefur verið lægri en búmarkið framleiðsluárin 1981/1982–1982/1983, en ekki 1983/1984.

Aukning búmarksins skiptist milli svæða samkvæmt meðfylgjandi töflu:

Skrá um búmark, fjölda og heildarstærð í sýslum landsins 29. apríl 1985 (B80).

1980

1985:

Heildar-

Samþykktar

Leyfðar

Heildar

stærð

víðbætur

viðbætur

stærð

Fjöldi

ærg.

%

ærg.

í prósentum

ærg.

Gullbringusýsla

31

2594

0,15

179

6,90

2773

Kjósarsýsla

76

19978

1,13

2744

13,74

22722

Borgarfjarðarsýsla

221

80235

4,55

6002

7,48

86237

Mýrasýsla

178

65873

3,73

7107

10,79

72980

Snæfellsnessýsla

199

58263

3,30

6984

11,99

65247

Dalasýsla

196

55799

3,16

6931

12,42

62730

A.-Barðastrandarsýsla

66

16838

0,95

2679

15,91

19517

V.-Barðastrandarsýsla

71

18293

1,04

2114

11,56

20407

V.-Ísafjarðarsýsla

67

21083

1,20

2801

13,29

23884

N.-Ísafjarðarsýsla

53

16669

0,94

863

5,18

17532

Strandasýsla

144

42710

2,42

1983

4,64

44693

V.-Húnavatnssýsla

213

77496

4,39

6887

8,89

84383

A.-Húnavatnssýsla

241

95241

5,40

5689

5,97

100930

Skagafjarðarsýsla

402

131433

7,45

18787

14,29

150220

Eyjafjarðarsýsla

324

169658

9,62

12199

7,19

181857

S.-Þingeyjarsýsla

388

143280

8,12

9450

6,60

152730

N.-Þingeyjarsýsla

133

47747

2,71

2735

5,73

50482

N.-Múlasýsla

298

91587

5,19

9030

9,86

100617

S.-Múlasýsla

259

77792

4,41

7631

9,81

85423

A.-Skaftafellssýsla

119

43903

2,49

3147

7,77

47050

V.-Skaftafellssýsla

205

68998

3,91

9640

13,97

78638

Rangárvallasýsla

442

171690

9,73

22821

13,29

194511

Árnessýsla

532

219781

12,46

22680

10,32

242461

Samtals sýslur:

4858

1736941

98,45

171083

9,85

1908024

Kaupst.og Bessast

101

27271

1,55

398

1,46

27669

Samtals landið:

4959

1764212

100,00

171481

9,72

1935693

Við 2. lið:

Forsendur eru þær að 23. júní 1980 voru gefin út bráðabirgðalög, sem Alþingi staðfesti síðan með litlum breytingum, um breytingu á lögum um Framleiðsluráð landbúnaðarins, verðskráningu, verðmiðlun og sölu á landbúnaðarvörum o. fl. Hin nýju ákvæði er nú að finna í lögum nr. 95/1981, 2. gr. a, 4. efnismálsgr. aliðar:

„Heimilt er að ákveða sérstaklega með reglugerð rétt þeirra, sem hefja búskap, draga saman búvörutegundir eða hætta búskap. Enn fremur þeirra, sem hafa mikinn fjármagnskostnað vegna bygginga sem teknar hafa verið í notkun 1976 og síðar.“

Þessi ákvæði eru nánar útfærð í reglugerð nr. 465/1983, fyrri mgr. 6. gr.:

„Heimilt er að auka búmark þeirra framleiðenda, sem hafa mikinn fjármagnskostnað vegna bygginga á viðkomandi jörð, hafi byggingarnar verið teknar í notkun árið 1976 eða síðar. Jafnframt má stækka búmark lögbýla þegar ábúendaskipti verða, þannig að frumbýlingum verði sköpuð hliðstæð framleiðsluskilyrði samanborið við aðra bændur. Skal í þessum tilvikum höfð hliðsjón af fjármagnskostnaði og útlánareglum Stofnlánadeildar landbúnaðarins svo og vinnutekjum við rekstur búsins miðað við laun í verðlagsgrundvelli landbúnaðarins hverju sinni. Umsókn um rýmkun búmarks skal fylgja lýsing héraðsráðunautar um framleiðslumöguleika jarðarinnar ásamt rökstuddri áætlun um hæfilegt búmark.“

Flestir þeir bændur, sem hafa endurbyggt útihús á jörðum sínum og tekið þau í notkun síðan 1976, hafa byggt stærra en áður var á jörðunum og hafa því þurft að fá aukningu á búmarki jarða sinna til að geta staðið undir auknum fjármagnskostnaði.

Sama gildir um marga frumbýlinga, einkum þegar ung hjón taka við búi eða kaupa jörð þar sem aldrað fólk hefur búið lengi.

Við 3. lið:

152 241 ærgildisafurð.

Vegna þess að margir bændur hafa fært framleiðsluréttindi milli búgreina er ekki auðvelt að svara því hvernig þessi aukning skiptist, en í heild hefur þetta þróast þannig síðan 1980 að búmark í mjólk hefur hækkað um 11,75%, í sauðfjárafurðum um 3,83% og í nautakjötsframleiðslu um 34,62%.

Við 4. lið:

19 240 ærgildisafurðir sem skiptast þannig:

Til mjólkurframleiðslu . . . . . . 3 295 ærgildisafurðir.

Til framleiðslu sauðfjárframleiðslu . . . . . . 14 145 ærgildisafurðir.

Til nautakjötsframleiðslu . . . . . . 1 800 ærgildisafurðir.

Á árunum 1976–1984 veitti Landnám ríkisins heimild til að stofna 14 nýbýli. Af þeim hafa 9 fengið búmark, samtals 4 030 ærgildisafurðir.

Á þrem nýbýlum hefur ekki verið sótt um búmark og ekki hafin framleiðsla en tvö nýbýli hafa fengið búmark þeirra jarða sem þau voru byggð úr.

Á árunum 1976–1984 hefur Landnám ríkisins veitt heimild til endurbyggingar 70 eyðijarða. Af þeim hafa 42 fengið búmark, samtals 15 210 ærgildisafurðir. 22 hafa ekki fengið búmark, en 6 hafa fengið búmark með tilfærslu frá öðrum jörðum sem voru eign sama aðila.

Ástæða þess að þessi aukning er að meiri hluta í sauðfjárafurðum er sú að landnámsstjórn hefur verið að styrkja byggð á þeim svæðum þar sem byggðin er veikust, en einmitt þar er víða ekki kostur annars en sauðfjárframleiðslu.

Við 5. lið:

Við ákvörðun búmarks er enginn munur gerður milli þeirra sem búa á eignarjörð eða eru leiguliðar, aðeins gengið eftir kaupsamningi eða ábúðarsamningi, og því eru ekki tiltæk gögn um skiptingu þá sem um er beðið.

Við 6. lið:

Engum viðbótarkvóta hefur verið úthlutað til ríkisbúa.

Tvö tilraunabú hafa sótt um aukningu en bæði fengið neitun og eru mál þeirra nú til umfjöllunar hjá yfirnefnd samkv. 2. gr. a laga nr. 95/1981.