23.05.1985
Sameinað þing: 86. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5601 í B-deild Alþingistíðinda. (4854)

472. mál, hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna

Forsrh. (Steingrímur Hermannsson):

Herra forseti. Ég vil taka undir þau orð sem hér hafa verið sögð um þennan merka atburð þegar við staðfestum þann sáttmála sem við Íslendingar höfum e. t. v. mest þjóða barist fyrir að gerður yrði. Ég vil að vísu minna á það að langt er frá því að málið sé komið í land. Margar þjóðir eiga eftir að staðfesta þennan sáttmála og fram hefur komið mjög alvarleg andstaða við sáttmálann hjá nokkrum stórveldum. Við þurfum því vissulega að halda okkar vöku þó að við bætumst nú í hóp þeirra þjóða sem staðfesta sáttmálann. Við megum að sjálfsögðu hvergi láta deigan síga í vörn og sókn í þessu sambandi.

En ég stend fyrst og fremst upp til þess að lýsa ánægju minni og okkar framsóknarmanna með staðfestingu hafréttarsáttmálans.