05.06.1985
Neðri deild: 83. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5933 í B-deild Alþingistíðinda. (5316)

Um þingsköp

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Hv. 2. þm. Norðurl. e. flytur ásamt mér brtt. við frv. til laga um Byggðastofnun. Ég tel þess vegna að hann sé svo gildur aðili málsins að óhjákvæmilegt sé að taka tillit til óska hans um að umr. um þetta mál verði frestað. Ég skora á hæstv. forseta að verða við þeirri ósk. Jafnframt vil ég taka fram að ég tek undir sjónarmið hv. 4. landsk. þm. Ég tel óeðlilegt að við tökum nema klukkutíma af þingflokksfundunum og verðum með þingflokksfundi milli 4 og 6, en verðum svo hér að störfum milli 6 og 7. Ég endurtek það einnig, sem hv. 4. landsk. þm. sagði, að það er ekkert samkomulag um þinghaldið yfirleitt og þ. á m. ekki um kvöldfund.