11.06.1985
Sameinað þing: 94. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6230 í B-deild Alþingistíðinda. (5702)

391. mál, framkvæmd þingsályktana

Fyrirspurnin hljóðar svo:

Hvaða afgreiðslu hafa þingsályktanir, bornar fram af einstökum þingmönnum og samþykktar á Alþingi á tímabilinu frá 1. janúar 1975 til 1. janúar 1985, hlotið hjá stjórnvöldum?

Óskað er eftir að fram komi afgreiðsla stjórnvalda á hverri þingsályktun fyrir sig og hve langan tíma hver ályktun var til meðferðar hjá stjórnvöldum áður en til framkvæmda kom.

Skriflegs svars var óskað innan 6 virkra daga, en flutningsmanni var gert ljóst, að sá frestur yrði allt of skammur og féllst hann á það.

Síðan var svohljóðandi bréf sent til allra ráðuneytisstjóra, hagstofustjóra, hagsýslustjóra og ríkisendurskoðanda.

Hér með sendist yður bréf forseta sameinaðs Alþingis til forsætisráðherra dags. 26. mars s. l. ásamt fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns til forsætisráðherra um framkvæmd þingsályktana. Þá fylgja listar frá skrifstofu Alþingis yfir þingsályktanir frá Alþingi frá 1975–1984. Þess er farið á leit að þér kynnið yður framangreinda lista og gerið grein fyrir afgreiðslu þeirra þingsályktana, sem sendar hafa verið ráðuneyti yðar til afgreiðslu.

Svör hafa borist sem hér segir:

FRÁ FORSÆTISRÁÐUNEYTINU:

Eftirtaldar þingsályktanir hafa verið sendar forsætisráðuneytinu til afgreiðslu.

16. maí 1975. Þál. í tilefni af aldarafmæli landnáms Íslendinga í Vesturheimi.

Ályktun send utanríkisráðuneyti til afgreiðslu.

29. apríl 1977. Þál. um athugun á áhrifum af starfsemi Framkvæmdastofnunar ríkisins og einkum lánveitingum Byggðasjóðs á atvinnu- og byggðaþróun í landinu.

Ríkisstjórnin fól Agli Sigurgeirssyni og Ólafi Björnssyni að semja álitsgerð á grundvelli þessarar ályktunar. Álitsgerðin var gefin út af ráðuneytinu í apríl 1978.

4. maí 1977. Þál. um skipulagsskrá fyrir Þjóðhátíðarsjóð.

Samþykkt tillaga ríkisstjórnar til þingsályktunar um skipulagsskrá fyrir Þjóðhátíðarsjóð.

Stofnfé hans var ágóði af útgáfu Seðlabanka Íslands í þjóðhátíðarmynt í tilefni 1100 ára búsetu á Íslandi 1974. 6. maí 1978. Þál. um skipan nefndar til að gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá o. fl.

Þingflokkum stjórnmálaflokka sem sæti áttu á Alþingi falið 13/10/78 að tilnefna fulltrúa í nefndina. Nefndin hélt sinn fyrsta fund 1/12/78.

6. maí 1978. Þál. um könnun á atvinnulegri og félagslegri aðstöðu byggðarlaganna í nágrenni Keflavíkurflugvallar.

Framkvæmdastofnun ríkisins falið 12/6/78 verkefnið til úrlausnar. Byggðadeild Framkvæmdastofnunar ríkisins samdi drög að iðnþróunaráætlun fyrir Suðurnes sem kom út í nóv. 1980.

14. maí 1979. Þál. um eflingu þjónustu- og úrvinnsluiðnaðar í sveitum.

Framkvæmdastofnun ríkisins falið 31/7/79 að hafa forgöngu um framkvæmd ályktunarinnar. Byggðadeild Framkvæmdastofnunar ríkisins samdi áætlun um eflingu smáiðnaðar í sveitum, sem kom út í maí 1980.

15. maí 1979. Þál. um Suðurnesjaáætlun. Framkvæmdastofnun ríkisins falið verkefnið til úrlausnar í framhaldi af þingsályktun frá 6/5/78 um könnun á félagslegri aðstöðu byggðarlaganna í nágrenni Keflavíkurflugvallar. Byggðadeild Framkvæmdastofnunar ríkisins samdi drög að iðnþróunaráætlun fyrir Suðurnes, sem kom út í nóv. 1980.

Ákveðið var í samráði við samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum að fjallað yrði um iðnaðaruppbyggingu í fyrsta áfanga verksins.

28. apríl 1980. Þál. um byggðaþróunaráætlun fyrir Borgarfjarðarhrepp í Norður-Múlasýslu. Framkvæmdastofnun ríkisins falið að ganga frá áætlun.

Byggðadeild Framkvæmdastofnunar ríkisins lauk við áætlun í febr. 1980 sem heitir Borgarfjarðarhreppur byggðaþróunaráætlun 1983–1987.

3. maí 1982. Þál. um athugun atvinnumála vegna hruns loðnustofnsins.

Kosin var á fundi Sameinaðs Alþingis 7. maí 1982 sjö manna nefnd til að gera úttekt á atvinnumálum þeirra byggðarlaga þar sem loðnuvinnsla hefur verið hvað mest.

Nefndin lauk störfum 16/2 1984.

22. febr. 1984. Þál. um sameiginleg hagsmunamál Grænlendinga og Íslendinga.

Ályktun send utanríkisráðuneyti til afgreiðslu.

22. maí 1984. Þál. um fríiðnaðarsvæði við Keflavíkurflugvöll.

Framkvæmdastofnun ríkisins sendi atvinnumálanefnd Sameinaðs Alþingis hinn 15/4 1985 umsögn um ályktunina.

22. maí 1984. Þál. um afnám bílakaupafríðinda embættismanna.

Sjá Alþingistíðindi Sþ. 11. apríl 1985.

22. maí 1984. Þál. um lagahreinsun og samræmingu gildandi laga.

Ályktun send dómsmálaráðuneyti til afgreiðslu.

FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTI:

Þingsályktanir 1975–1985 um mennta- og menningarmál.

Þingsályktun um sérkennslumál, Sþ. 14. maí 1975 (784).

Nefnd á vegum Reykjavíkurborgar, heilbrigðisráðuneytisins og menntamálaráðuneytisins tók til starfa í des. 1971.

Nefndin átti að gera tillögur varðandi kennslustofnanir fyrir börn sem ekki eiga samleið með öðrum í námi.

3. sept. 1973 leggur Bragi Jósepsson deildarstjóri til við Magnús Torfa Ólafsson ráðherra „að ráðuneytið geti á viðunandi hátt beitt sér fyrir eðlilegri og sjálfsagðri nýskipan þessara mála innan íslenska skólakerfisins.“

Hann leggur til að ráðinn verði nýr fulltrúi í ráðuneytið til að annast þessi mál.

Í áætlun til fjárlaga 1974 er fyrst gert ráð fyrir því að ráðinn verði fulltrúi í þessu skyni. Það náði ekki fram að ganga.

Síðan fæst fjárveiting og sérkennslufulltrúi er ráðinn 1977.

Meðfylgjandi töflur sýna þróun sérkennslu frá 1975. Athugasemd: Fjölgun nemenda í skólum við Bjarkarás, Kópavogshæli, Sólborg Ak., Sólheima Grímsnesi og Tjaldanesi stafar af því að eftir 1980 er farið að þjóna eldra fólki sem er á viðkomandi stofnunum. Áður var kennslan bundin við framlengdan grunnskólaaldur, þ. e. nemendur hættu í skóla 18 ára.

Minna fé hefur verið veitt til kennslu þessara eldri nemenda, eða milli 1 og 2 vikustundir á nemanda. Þetta kemur því fram sem fleiri nemendur á kennara í þessum skólum en var áður. Þetta þýðir ekki að dregið hafi verið úr fjárveitingum til þessara skóla heldur hitt að hópurinn hefur stækkað mjög síðustu árin.

Á tímabilinu 1968–1984 var starfrækt framhaldsdeild sérkennslu við K. Í. Frá deildinni luku 170 kennarar prófum.

Ákvörðun hefur verið tekin um reglubundið og endurskipulagt nám í sérkennslufræðum og veitt fé til nýrrar lektorsstöðu í greininni.

Sérkennsla fer nú fram í öllum fræðsluumdæmum landsins.

Hæfingarskólar:

Nemenda-

Kennara-

Nem. á

Ár

fjöldi

stöður

kennara

Heyrnleysingjaskólinn.

'75–'76

57

16

3,56

'79–'80

73

21

3,48

'84–'85

85

25,1

3,4

Öskjuhlíðarskóli.

'75–'76

117

24

4,88

'79–'80

142

32

4,44

'84–'85

123

43,9

2,8

Þjálfunarskólar:

Bjarkarás, Stjörnugróf:

'75–'76

8

3,5

2,29

'79–'80

6

3

2

'84–85

87

8,6

10,2

Kópavogsbraut 5.

'75–'76

41

0

0

'79–'80

38

7,67

4,95

'84–'85

86

18,2

4,7

Safamýrarskóli.

'75–'76

58

8,7

7,05

'79–'80

57

12,7

4,31

'84–'85

98

26,5

3,7

Þjálfunarskólinn Akureyri.

'75-'76

28

3,33

8,41

'79–'80

34

9,83

3,46

'84–'85

58

11,5

5

Skóli við Sólheima í Grímsnesi.

'75–'76

9

2

4,5

'79–'80

3

2

1,5

'84–'85

20

2

10,0

Skóli við Tjaldanes.

'75– 76

12

1

12

'79–'80

5

2

2,5

'84–'85

21

2

10,5

Skólinn við Geðdeild Barnaspítala Hringsins.

'75–'76

10

1,5

6,67

'79–'80

15

5

3

'84–'85

15

10,3

1,5

Þingsályktun um löggjöf um íslenska stafsetningu, Sþ. 16. maí 1975.

Hinn 3. maí 1974 gaf menntamálaráðuneytið út auglýsingu nr. 132/1974 um íslenska stafsetningu og sama dag auglýsingu nr. 133/1974 um greinarmerkjasetningu. Áður hafði ráðuneytið gefið út auglýsingu nr. 272/1973 um afnám z. Þær reglur voru síðan endurskoðaðar og felldar inn í áðurgreinda auglýsingu frá 3. maí 1974. Loks gaf ráðuneytið út auglýsingu nr. 261/1977 um breytingu á auglýsingu nr. 132/1974 um íslenska stafsetningu. Sú breyting var eingöngu um hvar rita ætti stóran og lítinn staf.

Frumvörp til laga um setningu reglna um íslenska stafsetningu hafa verið borin fram af menntamálaráðherrum, en hafa ekki orðið útrædd.

Þingsályktun um heimild fyrir ríkisstjórnina til að fullgilda samning um Menningarsjóð Norðurlanda, Sþ. 18. maí 1975 (929).

Um Menningarsjóð Norðurlanda hafa verið gerðir tveir milliríkjasamningar. Hinn fyrri tók gildi 1. júlí 1967, en var endurskoðaður og nýr samningur undirritaður í Stokkhólmi 12. júní 1975. (Stjórnartíðindi 1976 C)

Þingsályktun um fræðslu og þátt fjölmiðla í þágu áfengisvarna, Sþ. 29. apríl 1977 (607).

Á árinu 1977 var námsstjóra í kristnum fræðum jafnframt falin námsstjórn í bindindisfræðum, en undir þau fellur einnig fræðsla um ávana- og fíkniefni.

Árið áður hafði sú stefna verið mörkuð hjá menntamálaráðuneytinu, skólarannsóknadeild, að stefnt skyldi að því að fræðsla um áfengi, ávana- og fíkniefni yrði eðlilegur hluti námsefnis í þeim greinum sem það á við, svo sem líffræði, samfélagsfræði, siðfræði o. fl. Framkvæmd þessarar ákvörðunar miðar með sama hraða og annarri námsefnisgerð.

Á þessu sama ári (1976) gaf Bindindisfélag íslenskra kennara út Handbók í bindindisfræðum með styrk frá menntamálaráðuneytinu og var hún send öllum skólum án endurgjalds.

Á árinu 1978 var á vegum skólarannsóknadeildar unnið að leiðbeiningum fyrir kennara um bindindisfræðslu í grunnskólum. Þessar leiðbeiningar komu út í febrúar 1979 í bæklingi er nefndist Um bindindisfræðslu. Auk leiðbeininganna var í þessum bæklingi skrá yfir kvikmyndir í Fræðslumyndasafni ríkisins er fjalla um bindindisfræðslu. Umræddur leiðbeiningabæklingur var sendur í alla grunnskóla landsins án endurgjalds.

Í mars 1982 fóru tveir námsstjórar, þeir Ingvar Sigurgeirsson námsstjóri í samfélagsfræðum og Sigurður Pálsson námsstjóri í bindindisfræðum í náms- og kynnisferð til Bretlands til að kynna sér fræðslu um áfengi, ávana- og fíkniefni. Fór annar þeirra í boði UNESCO en hinn á kostnað menntamálaráðuneytisins. Að ferð lokinni skiluðu þeir skýrslu um ferð sína, sem menntamálaráðuneytið, skólarannsóknadeild gaf út í júlí sama ár. Í lok skýrslunnar settu þeir félagar fram tillögur í 5 liðum um brýnustu verkefni á þessu sviði og er vinna þegar hafin við flest þessara atriða. Skýrsla þessi (Fræðsla um áfengi, ávana- og fíkniefni, júlí 1982) var send öllum grunnskólum landsins og hefur auk þess verið rædd og kynnt sérstaklega á fundum með kennurum, skólastjórnendum og æskulýðsleiðtogum.

Frá 1983 hefur, auk námsstjóra, verið maður í hálfu starfi við að setja þessari fræðslu ítarleg markmið sem byggð eru á fyrrgreindum viðhorfum. Enn fremur hefur hann unnið að öflun náms- og kennslugagna sem að gagni mættu koma við gerð fræðsluefnis fyrir grunnskólann.

Þeim tilmælum hefur verið beint til Kennaraháskóla Íslands að hlutur fræðslu um áfengi, ávana- og fíkniefni verði aukinn, bæði í grunnmenntun og endurmenntun kennara. Þess er og vert að geta að þessum þætti kennaramenntunar hefur verið aukinn gaumur gefinn á undanförnum árum við skipulagningu náms í Kennaraháskóla Íslands. Þá hafa fjölmiðlarnir einnig sinnt málinu að því er varðar reykingavarnir, áfengis- og fíkniefnavarnir.

Þingsályktun um söfnun og úrvinnslu íslenskra þjóðfræða, Sþ. 29. apríl 1977.

Þjóðminjasafn Íslands hefur ekki fengið heimild til nýráðninga starfsfólks við þjóðháttadeild og hefur því ekki aukið starfsemi sína á þessu sviði.

Við Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi starfar enn sem fyrr einn sérfræðingur sérstaklega á sviði þjóðfræða.

Þingsályktun um heimild fyrir ríkisstjórnina til að fullgilda samþykkt um votlendi sem hafa alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf, Sþ. 4. maí 1977 (851).

Hér er um að ræða svonefnda Ramsar-samþykkt, sem tók gildi fyrir Ísland 2. apríl 1978.

Samþykktin er birt sem fylgiskjal með auglýsingu sbr. Stjórnartíðindi 1978 C1.

Þingsályktun um verndun og könnun á lífríki Breiðafjarðar, Sþ. 22. mars 1978.

Nefnd hefur málið til meðferðar. Í nefndinni sitja Andrés Valdimarsson sýslumaður, formaður, Ævar Petersen fuglafræðingur og Sólmundur Einarsson fiskifræðingur.

Nefndin hefur ekki enn lokið störfum vegna umfangs verkefnisins og mikilla anna nefndarmanna við skyldustörf.

Þingsályktun um tónmenntarfræðslu í grunnskóla, Sþ. 2. maí 1978.

1. Endurskoðun námsefnis í tónmennt. Undirbúningur að endurskoðun tónmenntarfræðslu í grunnskólum á vegum skólarannsóknadeildar menntamálaráðuneytisins hófst haustið 1971 með starfi sex manna nefndar sem skilaði ítarlegri álitsgerð ári síðar. Í nefndarálitinu var meðal annars framkvæmdaáætlun sem síðan hefur verið unnið eftir við samningu og endurskoðun námsefnis í tónmennt. Framkvæmdir hafa takmarkast mjög af því fjármagni sem veitt hefur verið á fjárlögum hverju sinni og hefur útgáfa námsefnis því tekið mun lengri tíma en upphaflega var ráðgert. Nú er komið út námsefni í tilraunaútgáfu fyrir 1.–5. bekk, þar af er lokið endurskoðun á námsefni 1. bekkjar sem komið er út í varanlegri útgáfu og samsvarandi útgáfu fyrir 2. bekk verður lokið á næsta sumri. Um síðastliðin áramót var samning og endurskoðun námsefnis formlega flutt frá skólaþróunardeild til Námsgagnastofnunar og verður hér eftir alfarið þeirrar stofnunar.

2. Staða tónmenntarfræðslu í grunnskólum.

Á undanförnum árum hafa verið teknar saman upplýsingar um stöðu tónmenntarfræðslu í grunnskólum eftir skólahaldsskýrslum og hefur þar komið fram að nokkuð hefur miðað í rétta átt í Reykjavík og fræðsluumdæmum í næsta nágrenni borgarinnar, en í öðrum umdæmum frá Vestfjörðum austur um til Suðurlands hefur fækkað þeim skólum þar sem tónmennt er kennd. Í sumum umdæmum heyrir til undantekninga að tónmennt sé kennd í grunnskólum. Það er ekki einungis í strjálbýlinu sem þessi námsgrein stendur höllum fæti, heldur eru enn þann dag í dag grunnskólar í Reykjavík og víðar í þéttbýlinu þar sem engin tónmenntarfræðsla fer fram. Skortur á sérmenntuðum fónmenntarkennurum er svo mikill, að ekki er enn hægt að framfylgja lögboðinni fræðslu í tónmennt þar sem aðstæður eru hvað bestar eins og í Reykjavík og nágrenni, hvað þá að sérmenntaðir kennarar fáist til að sinna farkennslu eða fræðslu í námskeiðaformi eins og umrædd þingsályktun gerir ráð fyrir.

3. Starf tónlistarfræðslunefndar og námskrárgerð í tónlistargreinum.

Árið 1980 var á vegum skólarannsóknadeildar menntamálaráðuneytisins hafið umfangsmikið nefndarstarf til að móta framtíðarstefnu um málefni tónlistarfræðslunnar í landinu og undirbúa námskrárgerð í tónlistargreinum. Tónlistarfræðslunefnd skilaði mjög ítarlegri álitsgerð í október 1983 og er nú unnið að framkvæmd þeirra tillagna sem þar voru settar fram, einkum samræmingu á námi og kennslu í tónlistarskólum með útgáfu á námskrám í hinum ýmsu fónlistargreinum og endurskipulagningu á prófum og námsmati. Út eru komnar námskrár fyrir eftirtalin hljóðfæri: orgel, píanó, gítar, blokkflautu, fiðlu og klarínett. Á næstunni koma út námskrár fyrir selló, þverflautu, trompet og einsöng.

Vegna þess sem fram kemur í annarri málsgrein umræddrar þingsályktunar um að tengja starf tónlistarskóla við tónmenntarfræðslu grunnskólanna, skal á það bent, að í nefndaráliti tónlistarfræðslunefndar á bls. 57–69 eru tillögur sérstaks starfshóps sem fjallaði um tengsl milli tónlistarskóla og grunnskóla.

4. Könnun á tónmenntarfræðslu í grunnskólum.

Um þessar mundir er unnið að umfangsmikilli könnum á tónmenntarfræðslu í grunnskólum landsins, þar sem aflað er ítarlegra upplýsinga um nám, kennstu og aðbúnað í grunnskólum miðað við skólaárið 1984–1985. Auk upplýsinga um tilhögun tónmenntarnáms í þeim grunnskólum þar sem slík fræðsla er til staðar. er í þessari könnun sérstaklega leitað eftir upplýsingum um þá grunnskóla sem ekki geta haldið uppi fræðslu í þessari námsgrein. Einnig er í könnuninni aflað upplýsinga um samstarf grunnskóla við tónlistarskóla.

Könnunargögn eru nú að berast frá grunnskólunum til menntamálaráðuneytisins og tölvuúrvinnsla þeirra gagna hefst innan tíðar. Vonir standa til að niðurstöður leiði til úrbóta, meðal annars um þau atriði sem fram koma í umræddri þingsályktun.

5. Tónmennt sem valgrein í Kennaraháskóla Íslands. Í síðustu málsgrein umræddrar þingsályktunar er lagt til að tónmennt verði sem valgrein felld inn í nám kennaraefna við Kennaraháskóla Íslands. Undirbúningur hófst árið 1978 og fyrstu kennararnir sem luku valnámi í tónmennt útskrifuðust vorið 1982. Nú í ár útskrifast 6 kennarar sem lokið hafa þessu námi.

Þingsályktunartillaga um íslenskukennslu í ríkisútvarpinu, Sþ. 5. maí 1978.

Ráðuneytið sendi útvarpsstjóra og útvarpsráði bréf dags. 22. júní 1978 þar sem farið er fram á að Ríkisútvarpið geri ráðstafanir í samræmi við ályktunina og sendi ráðuneytinu skýrslu um framvindu málsins.

Í svarbréfum útvarpsstjóra frá 21. janúar og 24. mars 1980 gerði hann grein fyrir þeim kennslu- og fræðsluþáttum í Ríkisútvarpinu, sem fluttir væru til eflingar í öllum greinum móðurmálsins. Jafnframt getur hann þeirrar sérstöku fræðslu, sem veitt er því starfsfólki, sem jafnaðarlega talaði í útvarp og sjónvarp.

Þingsályktun um útgáfu kortabókar Íslands Sþ. 5. apríl 1979.

Á grundvelli þessarar þingsályktunar skipaði menntamálaráðherra eftirfarandi menn í nefnd til að gera tillögur til ríkisstjórnarinnar um framkvæmd málsins: Gylfa Má Guðbergsson dósent, form., Birgi Guðjónsson, deildarstjóra í samgönguráðuneytinu, Hörð Lárusson, deildarstj., skólarannsóknadeild menntamálaráðun., Sigurð Guðmundsson, skipulagsfræðing, Framkvæmdastofnun ríkisins og Svavar Berg Pálsson, kortagerðarmann, Landmælingum Íslands.

Nefndin skilaði áliti 5. febrúar 1980. Í álitsgerð nefndarinnar er lagt til að Háskóla Íslands og Landmælingum Íslands verði falin gerð og útgáfa kortabókar Íslands, sem kostuð verði með fjárveitingum úr ríkissjóði, en Háskólinn annist fjárreiður og bókhald. Gert var ráð fyrir að prentuð yrðu 10000 eintök með íslenskum texta og 3000 eintök á ensku. Kostnaður var áætlaður 270 millj.g.kr. miðað við þáverandi verðlag. Undirbúnings- og útgáfutími var fyrirhugaður samtals 5 ár.

Menntamálaráðuneytið gerði tillögu til fjárveitinganefndar Alþingis um fjárveitingu til verksins á fjárlögum 1980, 12 millj. gkr., í samræmi við áætlun kortabókarnefndar, en fé var ekki veitt í þessu skyni.

Þingsályktun um langtímastefnu í rannsókna- og þróunarstarfsemi í þágu atvinnuveganna, Sþ. 23. maí 1979. Þingsályktun þessi hefur verið hornsteinn í starfi

Rannsóknaráðs og var sérstaklega staðfest með samþykkt, sem gerð var af ríkisstjórn 6. ágúst 1980, þar sem nánar er kveðið á um stefnuna á þessu sviði. Var Rannsóknaráði síðan falið að fylgja henni eftir. Hefur það verið gert með eftirgreindum hætti.

Árlegu samráði við fjárveitinganefnd og Hagsýslustofnun um undirbúning fjárveitinga til rannsóknastofnana.

Úttektum á stöðu atvinnugreinanna og þörfum fyrir rannsóknir og tæknilega þjónustu.

Úttekt á völdum tæknisviðum með greiningu á framtíðarmöguleikum í huga.

Endurskoðun á langtímaáætlun fyrir rannsóknir í þágu atvinnuveganna (1982–1987).

Þingsályktun um lækkun og niðurfellingu opinberra gjalda á íþróttavörum, Sþ. 23. maí 1979.

Með bréfi dags. 25. júlí 1979 sendir ráðuneytið fjármálaráðuneytinu bréf, þar sem vakin er athygli á þingsályktuninni og tjáir sig reiðubúið til samstarfs ef þess kynni að vera óskað. Ráðuneytinu er kunnugt um að þetta hafi gerst í málinu:

1) Með reglugerð nr. 365/1979 (3. gr.) var fellt niður vörugjald af áhöldum, tækjum og útbúnaði til fimleika, aflrauna og annarra íþrótta og útileikja. Vörugjaldið hafði verið 18%.

2) Í fjármálaráðuneytinu hefur farið fram gagnger endurskoðun á gildandi tollskrárlögum, og liggur nú fyrir nær fullgert frumvarp til breytinga á þeim lögum.

Ráðuneytinu er einnig kunnugt um að gert er ráð fyrir í frumvarpi þessu verulegri lækkun á tollum á íþróttavörum.

Þingsályktunartillaga um launasjóð rithöfunda, Sþ. 7. maí 1981 (757).

Menntamálaráðherra skipaði eftirtalda menn í nefndina 23. sept. 1981:

Véstein Ólason dósent, tiln. af þingflokki Alþýðubandalagsins, Stefán Júlíusson rithöfund, tiln. af þingfl. Alþýðuflokksins, Sigurlaugu Bjarnadóttur menntaskólak., tiln. af þingfl. Sjálfstfl., Tryggva Gíslason, tiln. af þingflokki Framsóknarflokksins og Hauk Ingibergsson fyrrv. skólastjóra, sem jafnframt var skipaður formaður nefndarinnar.

Hinn 31. mars 1982 tilkynnti formaður nefndarinnar ráðuneytinu í bréfi að nefndin hefði lokið störfum. Bréfinu fylgdi frumvarp til laga um Launasjóð íslenskra rithöfunda og tillögur að reglugerð vegna laganna.

Þingsályktun um kennslu í útvegsfræðum við Háskóla Íslands, Sþ. 19. maí 1981.

Menntamálaráðherra skipaði nefnd skv. þingsályktuninni í október 1981. Í nefndinni sátu:

Próf. Valdimar K. Jónsson form., Árni Vilhjálmsson próf., skv. tilnefningu H.Í. og dr. Jónas Bjarnason, skv. tilnefningu sjávarútvegsráðuneytisins.

Nefndin skilaði greinargerð um málið 17. nóv. 1983. Greinargerðinni fylgdi einnig tillaga um skipulag kennslunnar.

Þann 19. janúar 1984 var eftirfarandi aðilum send grg. til umsagnar og umfjöllunar: Háskóla Íslands, sjávarútvegsráðuneytinu, Tækniskóla Íslands og Rannsóknaráði ríkisins.

Ráðuneytið og Háskóli Íslands lögðu til að fé yrði veitt til að hefja kennslu 1985, en fjárveiting fékkst ekki.

Menntamálaráðuneytið mun beita sér fyrir málinu að nýju við fjárlagagerð næsta árs.

Þingsályktun um athugun á því, hver áhrif' breytingar á skólahaldi hafa haft á árangur nemenda í grunnskólum og framhaldsskólum, Sþ. 19. maí 1981 (953).

Hinn 9. mars 1982 skipaði menntamálaráðuneytið starfshóp sem falið var:

„að gera tillögur um hugsanlegar aðgerðir vegna athugunar á því hver áhrif breytingar á skólahaldi hafa haft á árangur nemenda í grunnskólum og framhaldsskólum, sbr. þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 19. maí 1981, svo og áætlun um kostnað sem tillögurnar hafa í för með sér.“

Í hópnum voru:

Hrólfur Kjartansson námsstjóri, skólarannsóknadeild, form.,

Ólafur Proppé námsmatssérfræðingur, skólarannsóknadeild,

Guðný Guðbjörnsdóttir prófessor, H.L,

Þórður Gunnar Valdimarsson lektor, H.L,

Bragi Jósepsson lektor, K.H.Í.

Kristín Halla Jónsdóttir lektor, K.H.Í.

Hópurinn skilaði tillögum í júní 1982.

Að frumkvæði menntamálaráðherra vinnur Þórólfur Þórlindsson nú að athugun á skólum og skólastarfi sem tengjast því máli sem þingsályktunin fjallar um.

Þingsályktun um áhrif tölvuvæðingar á skólakerfi landsins, Sþ. 21. maí 1981.

1. Ráðuneytið skipaði starfshóp 13. janúar 1982 til þess að fjalla um tölvuvæðingu og aðra tæknivæðingu í skólum. Formaður starfshópsins var Oddur Benediktsson prófessor, en auk hans voru í starfshópnum:

Anna Kristjánsdóttir lektor,

Halla Björg Baldursdóttir kennari,

Jón Torfi Jónasson lektor,

Karl Jeppesen deildarstjóri.

2. Vorið 1983 voru skipaðir eftirtaldir starfshópar:

a) Starfshópur til þess að gera tillögur um kennslu í tölvufræðum á grunn- og framhaldsskólastigi.

b) Starfshópur til þess að gera tillögur um kennslu í tölvufræðum í iðn- og tækniskólum.

c) Starfshópur til þess að gera tillögur um menntun kennara á sviði tölvufræða.

3. Fyrri hluta árs 1984 fór fram útboð vegna kaupa á tölvubúnaði fyrir framhaldsskóla. Tekið var tilboði frá Radíóbúðinni hf.

4. Ákveðið hefur verið að efna til útboðs vegna tölvukaupa fyrir grunnskóla.

5. Unnið er að eflingu kennaramenntunar í tölvufræðum eftir því sem fé leyfir.

Þingsályktun um skipun nefndar til að kanna starfsskilyrði myndlistarmanna, Sþ. 21. maí 1981.

Í samræmi við framangreinda þingsályktun skipaði menntamálaráðherra 2. nóvember sama ár nefnd til að kanna starfsskilyrði myndlistarmanna og áttu sæti í nefndinni:

Einar Hákonarson, skipaður samkvæmt tilnefningu þingflokks Alþýðuflokksins,

Edda Óskarsdóttir, skipuð samkvæmt tilnefningu þingflokks Alþýðubandalagsins,

Davíð Aðalsteinsson, skipaður samkvæmt tilnefningu þingflokks Framsóknarflokksins,

Halldór Blöndal, skipaður samkvæmt tilnefningu þingflokks Sjálfstæðisflokksins,

Björn Friðfinnsson, skipaður samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga og

Knútur Hallsson, skipaður formaður án tilnefningar.

Nefndin skilaði álitsgerð 21. nóvember 1982. Meiri hluti nefndarinnar varð sammála um að einskorða tillögur nefndarinnar við þrjú atriði, sem verða mættu til þess að bæta nefnd starfsskilyrði. Þau voru: myndskreyting opinberra bygginga, launasjóður myndlistarmanna, skattlagning á efni til myndsköpunar. Jafnframt samdi meiri hluti nefndarinnar frv. til laga um launasjóð íslenskra myndlistarmanna ásamt greinargerð.

Rétt er að benda á að á Alþingi voru samþykkt lög nr. 34/1982 um Listskreytingarsjóð ríkisins.

Þingsályktun um íslenskt efni á myndsnældum, Sþ. 3. maí 1982 (870).

Eftir að þál. var samþykkt var hún send Ríkisútvarpinu og fleiri aðilum til athugunar og umsagnar m. a. ýmsum samtökum rétthafa að höfundarrétti. Þetta var gert í júní 1982.

Í júlí 1983 var þeim tilmælum beint til útvarpsstjóra að gerð yrði könnun á þeim möguleika að framleiða og fjölfalda hljóðbönd og myndbönd, og þá sérstaklega nefndir barnatímar í útvarpi og sjónvarpi. Könnunin var gerð á framkvæmdaþáttum málsins og leiddi hún m. a. í ljós eftirfarandi:

1. Fjölföldun á myndefni.

Ef gefa ætti öllum notendum kost á myndefninu yrði að fjölfalda það á 3 gerðir snælda VHS og V-2000, þar sem ekki er hægt að nota snældu úr einu kerfi í annað. Þarf sjónvarpið því minnst eitt tæki af hverri gerð til upptöku. Slíkur búnaður mun kosta 500–700 þús. krónur.

2. Fjölföldun á hljóðsnældum.

Stofnkostnaður vegna tækjakaupa yrði á bilinu 300– 700 þús. kr., hærri talan er miðuð við að greidd séu aðflutningsgjöld að fullu. Ekki er pláss fyrir vinnslu að Skúlagötu 4, en möguleiki er á samnýtingu úrvinnsluherbergja á Rás 2 í Hvassaleiti 60. Gróft áætlað myndi framleiðslukostnaður verða 86 krónur á hverja snældu.

Ríkisútvarpið hefur hafið viðræður við höfunda og samtök þeirra um samninga, er gætu gert stofnuninni kleift að framleiða í fjöldaframleiðslu efni á snældum.

Þingsályktun um að kanna stöðu og rekstrargrundvöll félagsheimila, Sþ. 3. maí 1982 (883). Menntamálaráðherra skipaði nefnd 28. maí 1982 til að kanna mál þau er þingsályktunin fjallar um.

Í nefndinni sátu Reynir Karlsson deildarstj., form., Alexander Stefánsson alþingismaður, Halldór Blöndal alþingismaður, Elma Guðmundsdóttir forstöðukona og Sigurður Jóhannsson forstöðumaður, skv. tiln. þingflokkanna.

Nefndarálit og tillögur komu frá ofangreindri nefnd í mars 1983. Lög um félagsheimili hafa ekki verið endurskoðuð, en samþykkt hefur verið breyting á reglum um aðgang ungmenna að almennum samkomum. Þann 6. apríl 1984 samþykkti menntamálaráðherra reglu um stuðning við endurbætur og ákveðna þætti í viðhaldi félagsheimila.

Þingsályktun um eflingu listiðnaðar og iðnhönnunar, Sþ. 3. maí 1982 (887).

Menntamálaráðuneytið skipaði hinn 10. desember 1982 eftirtalda aðila í nefnd í samræmi við þingsályktunina: Hákon Hertvig arkitekt, samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra samvinnufélaga, Jónínu Guðnadóttur myndlistarmann, samkvæmt tilnefningu Félags íslenskra myndlistarmanna, Stefán Snæbjörnsson innanhúsarkitekt, samkvæmt tilnefningu félagsins Listiðn, Þráin Þorvaldsson framkvæmdastjóra, samkvæmt tilnefningu Félags íslenskra iðnrekenda og Torfa Jónsson, skólastjóra Myndlista- og handíðaskóla Íslands, sem var skipaður formaður nefndarinnar.

Nefndin hefur ekki enn lokið störfum. Samkvæmt þingsályktuninni er verkefni hennar talsvert viðamikið og margþætt. Menntamálaráðuneytið hefur nú óskað eftir því við nefndina, að hún skili tillögum sínum ekki síðar en 1. ágúst næst komandi.

Þingsályktun um stefnu í rannsóknum og þróunarstarfsemi í þágu atvinnuveganna, Sþ. 8. mars 1983.

Í þingsályktuninni er vísað til langtímaáætlunar Rannsóknaráðs ríkisins 1982–1987 og staðfest er stefna sú, sem þar er mörkuð. Hefur Rannsóknaráð lagt þá stefnu til grundvallar síðustu tvö árin. Áhersla er lögð á að auka verkefnabundna fjármögnun rannsókna og jafnframt auka þátttöku atvinnulífs í fjármögnun og framkvæmd rannsókna um leið og efld eru tengsl stofnana við atvinnulífið. Árlegt samráð við fjárveitingavaldið um undirbúning fjárveitinga til rannsóknastofnana er mikilvægur þáttur í framkvæmd stefnunnar. Þá hefur framkvæmdanefnd Rannsóknaráðs lagt til að veitt verði fé í rannsóknasjóð er styrki einstök verkefni. Nýlega hefur ríkisstjórnin boðað að veitt verði fé í slíkan sjóð til stuðnings rannsóknum í þágu nýsköpunar í atvinnulífinu.

Þingsályktun um staðfestingu Flórens-sáttmála, Sþ. 15. mars 1984 (456).

Svo unnt væri að staðfesta sáttmálann þurfti að breyta tollalögum í viðunandi horf, enda fjallar sáttmálinn beinlínis um niðurfellingu aðflutningsgjalda af efni til mennta-, vísinda- og menningarstarfsemi.

Lengst af þótti fjármálaráðuneytinu ýmis tormerki á því að breyta tollalögum til samræmis við sáttmálann. Á hausti 1983 var þetta mál tekið upp af hálfu menntamálaráðuneytisins og var þá óskað viðræðna við fjármálaráðuneytið. Féllst það ráðuneyti á að athuga þetta málefni frekar og taka það til meðferðar í samvinnu við menntamálaráðuneytið. Var það gert í tengslum við endurskoðun á tollalögum.

Flórens-sáttmálinn tekur til geysimargra málaflokka, en í grófum dráttum er um að ræða eftirtalið efni:

Viðauki A: Bækur, ýmis rit og önnur skjöl. Aðflutningsgjöld eru nú ekki lögð á þessar vörur. Ein undantekning er frá þessu; innfluttar bækur á íslensku eru tollaðar sem er 7%. Til þess að geta framfylgt Flórens-sáttmálanum þarf.að leggja niður þennan toll.

Viðauki B: Gistaverk og safnmunir með menntunarlegt, vísindalegt eða menningarlegt gildi.

Listaverk, safnmunir og forngripir eru undanþegnir öllum aðflutningsgjöldum.

Viðauki C: Sýningarefni og hvers kyns hljóðritað efni sem hefur menntunarlegt, vísindalegt og menningarlegt gildi.

Engin aðflutningsgjöld eru á kvikmyndum. Hljómplötur, hljóðbönd og myndbönd bera hins vegar toll. Í tollalagafrumvarpinu sem nú er fyrir þingi er gert ráð fyrir að þessar vörur með erlendu efni beri lægri toll eða 20% en tollur af íslensku efni verði 0%. Ef það verður samþykkt mun væntanlega unnt að staðfesta Flórenssáttmálann varðandi viðauka C.

Viðauki D: Vísindatækni og búnaður til notkunar við kennslu eða rannsóknir.

Tollskrárlögum hefur verið breytt í samræmi við þetta ákvæði sáttmálans og fjármálaráðuneytið hefur gefið út auglýsingu um framkvæmd þessa ákvæðis.

Viðauki E: Vörur til afnota fyrir blinda.

Heimild í tollskrárlögum um að fella niður aðflutningsgjöld af þessum vörum hefur verið notuð sbr. bréf Fjármálaráðuneytisins dags. 15. okt. 1982.

Eins og sést af ofangreindu hefur þurft að inna mikla undirbúningsvinnu af hendi vegna staðfestingar Flórens-sáttmálans, og sú undirbúningsvinna er enn í fullum gangi, enda stefnt að því að Flórens-sáttmálinn verði staðfestur svo fljótt sem verða má.

Þingsályktun um uppbyggingu Reykholtsstaðar, Sþ. 22. maí 1984 (1120).

Viðræður hafa farið fram um uppbyggingu Reykholtsstaðar milli menntamálaráðuneytisins, dómsog kirkjumálaráðuneytisins og landbúnaðarráðuneytisins.

Í ráðuneytinu er unnið að málum þessum í framhaldi af ofangreindum viðræðum.

Þingsályktun um framburðarkennslu í íslensku og málvöndun, Sþ. 22. maí 1984 (1120).

Vegna umræddrar þingsályktunar hefur menntamálaráðherra skipað menn í tvær nefndir. Sú fyrri fjallaði um málvöndun og kennslu í framburði íslenskrar tungu í ríkisfjölmiðlum. Í henni sátu Guðmundur B. Kristmundsson námsstjóri, formaður, Árni Böðvarsson málfarsráðunautur og Guðmundur Ingi Kristjánsson dagskrárfulltrúi. Nefndin hóf störf 12. september 1984 og skilaði áliti 16. nóvember sama ár og er unnið að framkvæmd tillagna hennar.

Seinni nefndin var skipuð 21.febrúar 1985 og á að gera tillögur um málvöndun og framburðarkennslu í grunnskólum. Í henni eiga sæti Guðmundur B. Kristmundsson námsstjóri, formaður, Baldur Jónsson prófessor, Höskuldur Þráinsson prófessor og Indriði Gíslason dósent. Þess er óskað að nefndin skili stuttri áfangaskýrslu 1. september 1985 og stefni að því að ljúka störfum í árslok 1985.

FRÁ UTANRÍKISRÁÐUNEYTI:

Í skrá skrifstofu Alþingis eru fjölmargar ályktanir sem vísað hefur verið til utanríkisráðuneytisins vegna aðildar Íslands að milliríkjasamningum. Hér er í allflestum tilfellum um ríkisstjórnartillögur að ræða og því fyrirspurninni óviðkomandi, þar sem spurt er um þingsályktanir einstakra þingmanna.

Í meðfylgjandi skrá eru því ekki taldar upp eftirfarandi ályktanir sem vísað hefur verið til utanríkisráðuneytisins:

96. þing: nr. 2, 12, 19, 20

97. þing: nr. 1, 9, 10, 11, 12

98. þing: nr. 1, 3, 4, 26

99. þing: nr. 1

100. þing: nr. 5, 6, 9

102. þing: nr. 1, 2, 6, 7

103. þing: nr. 1, 4, 7, 33

104. þing: nr. 2, 6, 8, 14, 30

105. þing: nr. 5, 6

106. þing: nr. 1

Geta má þess að allir samningar sem hér um ræðir hafa verið staðfestir af Íslands hálfu.

Sumum ályktunum á meðfylgjandi skrá hefur einnig verið vísað til annarra ráðuneyta. Um svör vegna þeirra má geta eftirfarandi:

1. 97. þing, nr. 4: samkomulag er við samgönguráðuneytið að það svari.

2. 100. þing, nr. 4: samkomulag er við iðnaðarráðuneytið að það svari.

3. 105. þing, nr. 2: í skránni er sameiginlegt svar utanríkisráðuneytisins og sjávarútvegsráðuneytisins.

4. 106. þing, nr. 5: í skránni er sameiginlegt svar forsætisráðuneytisins, sjávarútvegsráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins.

5. 106. þing, nr. 6: í skránni er sameiginlegt svar fjármálaráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins með vísun til svars menntamálaráðuneytisins.

6. 106. þing, nr. 11: samkomulag er við sjávarútvegsráðuneytið um að það svari.

Skrá um þingsályktanir sem vísað hefur verið til utanríkisráðuneytisins:

97. þing.

4. Þál. um viðgerðar- og viðhaldsaðstöðu flugvéla á Keflavíkurflugvelli.

(með samgönguráðuneytinu)

100. þing.

4. Þál. um rannsókn landgrunnsins. (með iðnaðarráðuneytinu)

11. Þál. um könnun á sendingu matvæla til þróunarlanda

Matvæli hafa alloft verið send héðan til neyðarhjálpar í þróunarlöndum.

102. þing.

9. Þál. um heimild fyrir ríkisstjórnina að staðfesta samkomulag milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál.

Samkomulagið var staðfest 28. maí 1980.

10. Þál. um hafsbotnsréttindi Íslands og samvinnu við Færeyinga.

Ríkisstjórnin hefur undanfarin ár, með hliðsjón af þál. þessari og öðrum sem seinna voru samþykktar unnið að málinu, m. a. með viðræðum við viðkomandi ríki. Með reglugerð nr. 196/1985 var landgrunnið afmarkað.

103. þing.

28. Þál. um kjör þingmannanefndar er vinni að auknu samstarfi Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga.

Þingmannanefndin var kjörin 25. maí 1981. Í nefndinni eru Páll Pétursson, Sverrir Hermannsson, Stefán Jónsson og Árni Gunnarsson.

37. Þál. um lausn á vandamálum vegna eldsneytisgeyma varnarliðsins.

Hafnar eru framkvæmdir við olíubirgðasvæðið í Helguvík sem leysa mun af hólmi núverandi birgðastöð varnarliðsins.

104. þing.

1. Þál. um samúð og stuðning við pólsku þjóðina. Samúð og stuðningur við pólsku þjóðina hefur komið fram með margvíslegum hætti undanfarin ár í samræmi við þingsályktunina.

105. þing.

2. Þál. um hvalveiðibann.

Samþykkt hvalveiðiráðsins var ekki mótmælt.

11. Þál. um hafsbotnsréttindi Íslands í suðri.

Sjá 102. þing, þál. nr. 10.

12. Þál. um hafsbotnsréttindi Íslands á Reykjaneshrygg.

Sjá 102. þing, þál. nr. 10.

15. Þál. um laxveiðar Færeyinga í sjó.

Stefnu sem fram kemur í ályktuninni hefur verið fylgt eftir í hlutaðeigandi milliríkjastofnun.

106. þing.

5. Þál. um sameiginleg hagsmunamál Grænlendinga og Íslendinga.

Unnið hefur verið að sameiginlegum hagsmunum þjóðanna með viðræðum og gagnkvæmum heimsóknum ráðamanna.

6. Þál. um staðfestingu Flórens-sáttmála.

Á vegum fjármálaráðuneytisins hefur verið unnið að nauðsynlegum breytingum á tollalöggjöf til þess að geta framfylgt sáttmálanum og var fyrirspurn um málið svarað á Alþingi fyrir stuttu. Einnig vísast til svars menntamálaráðuneytisins.

8. Þál. um athugun á möguleikum íslenskra fiskiskipa til veiða í erlendri fiskveiðilandhelgi.

Á vegum sjávarútvegsráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins hafa m. a. verið kannaðir fiskveiðimöguleikar við nokkur lönd Ameríku og Asíu. Samningur hefur verið gerður um fiskveiðar við strendur Bandaríkjanna.

11. Þál. um hagnýtingu Íslandsmiða utan efnahagslögsögunnar.

(með sjávarútvegsráðuneyti)

FRÁ LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTI: 1974–75:

Þál. um stækkun Áburðarverksmiðjunnar.

Eftir könnun á hagkvæmni þess að stækka verksmiðjuna hófust framkvæmdir við stækkun og hófst framleiðsla árið 1983 í hinum nýja hluta verksmiðjunnar.

Þál. um nýtingu á áveitu- og flóðengjum landsins. Þingsályktuninni var komið á framfæri við rannsókna- og leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði er var falið að framkvæma hana.

1975–76:

Þál. um rannsóknir og áætlanagerð um heyverkunaraðferðir.

Rannsóknastofnun landbúnaðarins falið til athugunar og framkvæmda að vinna eftir þingsályktuninni. Nýjungar eru sífellt að koma fram á þessu sviði, þannig að áætlanagerð er feli í sér hin endanlegu markmið er ekki hægt að vinna.

1976–77:

Þál. um rannsókn á hvernig best megi vinna verðmæti úr sláturúrgangi.

Þann 25. apríl 1977 var skipuð nefnd til að gera faglega úttekt á verkefninu. Niðurstöðum var komið á framfæri við þá aðila sem hafa á höndum meðferð þessara afurða.

Þál. um votheysverkun.

Árið 1977 voru veittar á fjárlögum 3 millj. kr. til rannsókna á því hvaða heyverkunaraðferðir gæfu best fóður. — Á fjárlögum 1978 voru 3,9 m.kr. til framhaldsrannsókna.

Þál. um lausaskuldir bænda.

Nefnd skipuð sem gerði tillögu um úrlausnir er var lögð til grundvallar við lagasetningu.

1977–78:

Þál. um vísindal. rannsókn á lifnaðarháttum æðarfugla.

Vorið 1979 gerði RALA athugun á útungun og uppeldi æðarunga. — Áfram haldið rannsóknum 1980. — Landbúnaðarráðherra veitti 2 m. gkr. 1980 úr Framleiðnisjóði til þessara rannsókna.

Þál. um framhald Inndjúpsáætlunar.

Landnám ríkisins hafði með Inndjúpsáætlun að gera til ársins 1974. Þá tóku heimamenn við framkvæmd hennar.

1978–79:

Þál. um meðferð íslenskrar ullar. Rannsóknastofnun landbúnaðarins var send til úrvinnslu þingsályktunin og hafa ýmis verkefni verið sett upp í framhaldi af því.

Þál. um könnun á þætti landbúnaðarframleiðslu í atvinnulífi þjóðarinnar.

Á vegum nefndar sem skipuð var fór fram úttekt á mannafla við landbúnað og bráðabirgðaeftirlit á mannafla í úrvinnslugreinum landbúnaðarins og þjónustugreinum við landbúnað.

Þál. um beinar greiðslur til bænda.

Nefnd skipuð til að gera tillögur til ráðuneytisins, sem var komið á framfæri við viðkomandi aðila af ráðuneytinu.

Þál. um aðgerðir vegna fiskeldis að Laxalóni.

Skúli Pálsson Laxalóni fékk greiddar bætur 1978, kr. 20 millj. gkr.

1979–80:

Þál. um útibú frá veiðimálastofnun.

Útibú sett á fót 1982 á Egilsstöðum. Útibúum hefur verið komið upp á Vesturlandi, Norðurlandi og Austfjörðum.

Þál. um mái Skúla Pálssonar á Laxalóni.

Skúli Pálsson fékk gr. kr. 737 800 nkr. 1981 í bætur.

1980–81:

Þál. um setningu lagaákvæða um stofnun og rekstur félagsbúa.

Nefnd skipuð til að athuga þetta mál. Nefndin skilaði áliti sem lög og reglur eru í mótun eftir.

1980–81:

Þál. um graskögglaverksmiðju í Borgarfirði.

Ekki hefur enn fundist rekstrargrundvöllur fyrir fleiri graskögglaverksmiðjur en nú eru starfandi og ráðuneytið taldi því hyggilegast að sjá fyrst hvernig rekstur annarra verksm. gengi, áður en ráðist yrði í byggingu verksmiðju í Borgarfirði.

1981–82:

Þál. um skipulegt átak í fiskræktar- og veiðimálum. Unnið er að eflingu fiskræktar og fiskeldis, m. a. með framlögum úr Framleiðnisjóði landbúnaðarins og eftir því sem fé er veitt til þess í fjárlögum og lánsfjárlögum. Þál. um landgræðslu- og landverndaráætlun.

Nefnd skipuð er gerði tillögu að nýrri landgræðslu- og landverndaráætlun, sem er hafin framkvæmd á. Rannsóknastofnun landbúnaðarins vinnur að eflingu kornræktarinnar skv. tillögunni.

Þál. um eflingu kalrannsókna.

Ráðherra fékk umsögn frá dr. Einari Siggeirssyni um rannsóknir gerðar á vegum Rannsóknarst. Neðri-Áss.

Þál. um votheysverkun.

Nefnd skipuð til að vinna að eflingu votheysverkunar skv. tillögunni.

1982–83:

Þál. um könnun tölvuvinnslu og upplýsingamiðlun varðandi landbúnaðinn.

Nefnd skipuð sem vinnur að mótun þessa máls. Þál. um eflingu rannsókna á laxastofninum. Sent veiðimálastjóra til athugunar og umsagnar.

1983–84:

Þál. um nýtingu og rekstrargrundvöll sláturhúsa.

Sent SÍS, SS og Framleiðsluráði. Gerðar hafa verið ráðstafanir um skipulega uppbyggingu eða endurnýjun á sláturhúsum í landinu, sem miða að því að vanda til vörumeðferðar og lækka sláturkostnað.

FRÁSJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTI:

Með vísan til bréfs forsætisráðuneytisins dags. 2. apríl varðandi framkvæmd þingsályktana vill ráðuneytið taka fram eftirfarandi: Þær þingsályktanir sem snerta sjávarútvegsráðuneytið fjalla ýmist um auknar rannsóknir á ákveðnum fisktegundum eða veiðisvæðum eða um vinnslu- og markaðsmál. Um þær fyrrnefndu gildir að þær hafa verið sendar Hafrannsóknastofnun til framkvæmdar og hefur stofnunin sinnt þeim eftir því sem geta og aðstæður hafa leyft, um hinar síðarnefndu má segja, að hér sé um mál að ræða, sem er stöðugt unnið að í ráðuneytinu í samstarfi við undirstofnanir þess og hagsmunaaðila.

FRÁ DÓMS- OG KIRKJUMÁLARÁÐUNEYTI:

1. Þingsályktun um nefndarskipan um áfengismál, samþ. 7. maí 1975, send með bréfi 13. maí 1975.

Efni: Að Alþingi kjósi 5 manna nefnd eftir tilnefningu þingflokkanna til að gera úttekt á stöðu áfengismálanna.

2. Þingsályktun um nefnd til að semja frumvarp tillaga um réttindi og skyldur stjórnmálaflokka, samþ. 18. maí 1976, send með bréfi 31. maí 1976.

Efni: Að Alþingi kjósi 7 manna nefnd til að undirbúa frumvarp.

3. Þingsályktun um fræðslu og þátt fjölmiðla í þágu áfengisvarna, samþ. 29. apríl 1977, send með bréfi 5. maí 1977.

Efni: Um áfengisfræðslu í skólum og fjölmiðlum. Ályktunin var framsend heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, sem fer með áfengisvarnir, með bréfi 10. maí 1977.

4. Þingsályktun um fljótvirkari og ódýrari meðferð minniháttar mála fyrir héraðsdómstólum, samþ. 29. apríl 1977, send með bréfi 3. maí 1977.

Efni: Um að samið verði lagafrumvarp og aðrar ráðstafanir gerðar til undirbúnings því að koma á slíkri meðferð mála.

Réttarfarsnefnd, sem vinnur að endurskoðun reglna um málsmeðferð á héraðsdómsstiginu, var falið að taka efni þingsályktunarinnar til sérstakrar meðferðar með bréfi 15. júní 1977. Með bréfi 6. nóvember 1979 var tveimur borgardómurum falið að vinna að undirbúningi löggjafar um þetta efni. Skiluðu þeir tillögum í formi lagafrumvarps 2. apríl 1980, og voru þær tillögur sendar réttarfarsnefnd til athugunar 22. apríl 1980. Eru tillögur réttarfarsnefndar væntanlegar fljótlega.

5. Þingsályktun um byggingu dómhúss, samþ. 29. apríl 1977, send með bréfi 5. maí 1977.

Efni: Að hafinn verði undirbúningur að byggingu dómhúss.

Nefnd til að annast undirbúning að byggingu dómhúss í Reykjavík var skipuð 25. nóvember 1977. Leitað var til borgaryfirvalda um athugun á mögulegu lóðavali 16. janúar 1978 og aftur 18. apríl 1980. Á fjárlögum 1981–1984 hefur verið nokkur byrjunarfjárveiting til byggingar dómhúss í Reykjavík.

6. Þingsályktun um tölvutækni við söfnun upplýsinga um skoðanir manna og persónulega hagi, samþ. 29. apríl 1977, send með bréfi 5. maí 1977.

Efni: Um samningu lagafrumvarps um verndun einstaklinga gagnvart söfnun upplýsinga um persónulega hagi.

Nefnd var skipuð 25. nóvember 1976 til að vinna að undirbúningi löggjafar um meðferð efnis í tölvum, er varða einkahagi manna. Nefndin skilaði frumvarpi til laga um kerfisbundna skráningu á upplýsingum er varða einkamálefni, er lagt var fram á Alþingi, fyrst 1978. Lög um efnið voru síðan samþykki 1981, sbr. lög nr. 63/1981.

7. Þingsályktun um endurskoðun á launakjörum hreppstjóra, samþ. 3. maí 1977, send með bréfi 17. maí 1977.

Efni: Endurskoðun laga og reglna um launakjör hreppstjóra.

Starfshópur var skipaður 18. nóvember 1980 til að endurskoða ákvæði um starfskjör og skipan hreppstjóra. Starfshópurinn skilaði tillögum 17. apríl 1982, þ. á m. frumvarpi til laga um breytingu á lögum um hreppstjóra, sem lagt var fram á Alþingi í ársbyrjun 1983, sbr. lög nr. 13/1983.

8. Þingsályktun um skipan nefndar til að gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá o. fl., samþ. 6. maí 1978, send með bréfi 22. maí 1978.

Efni: Að tilnefndir verði að nýju 9 menn í stjórnarskrárnefnd.

Endurskoðun stjórnarskrár fellur undir forsætisráðuneyti.

9. Þingsályktun um endurskoðun meiðyrðalöggjafar, samþ. 23. maí 1979, send með bréfi 31. maí 1979.

Efni: Endurskoðun löggjafar um ærumeiðingar. Ekki hefur verið unnið sérstaklega að þessu verkefni, en það athugað í sambandi við almenna endurskoðun hegningarlaga á friðhelgi einkalífs í víðara samhengi. Ekki er lokið úrvinnslu á þeim hugmyndum.

10. Þingsályktun um kaup og sölu á fasteignum, samþ. 29. maí 1980, send með bréfi 10. júní 1980.

Efni: Endurskoðun laga um fasteignasölu, svo og annarra laga og reglna um fasteignaviðskipti. Prófnefnd fasteignasala var með bréfi 18. nóvember 1981 falið að taka til athugunar fyrri drög frá nefndinni að frumvarpi til laga um fasteigna- og skipasala, einkum með hliðsjón af þingsályktuninni. Lagafrumvarp um fasteigna- og skipasala var lagt fram á Alþingi vorið 1984.

11. Þingsályktun um réttarstöðu fólks í óvígðri sambúð, samþ. 17. febrúar 1981, send með bréfi 23. febrúar 1981.

Efni: Könnun á réttarstöðu fólks í óvígðri sambúð, skipun nefndar til að gera tillögur um fyrirkomulag þessara réttinda.

Málið hefur verið til athugunar hjá sifjalaganefnd. 12. Þingsályktun um millíþinganefnd um landhelgisgæsluna, samþ. 2. apríl 1981, send með bréfi 10. apríl 1981.

Efni: Að Alþingi kjósi 7 manna nefnd til að kanna á hvern hátt sé nauðsynlegt að efla landhelgisgæsluna. Nefnd var kosin 25. maí 1981. Nefndin hefur ekki lokið störfum.

13. Þingsályktun um undirbúning almennra stjórnsýslulaga til að auka réttaröryggi, samþ. 2. apríl 1981, send með bréfi 8. apríl 1981.

Efni: Nefnd verði skipuð til að kanna hvort tímabært sé að setja almenn stjórnsýslulög og semja frumvarp ef ástæða þætti til.

Er til meðferðar hjá stjórnkerfisnefnd á vegum forsætisráðuneytis.

14. Þingsályktun um að takmarka aðgang erlendra . herskipa og herflugvéla að 12 mílna landhelgi Íslands, samþ. 7. maí 1981, send með bréfi 13. maí 1981.

Efni: Að undirbúa setningu nýrrar reglugerðar um ofangreint efni. Reglugerðin verði í samræmi við væntanlegan hafréttarsáttmála.

Er til athugunar í samráði við utanríkisráðuneyti.

15. Þingsályktun um mörkun opinberrar stefnu í áfengismálum, samþ. 7. maí 1981, send með bréfi 13. maí 1981.

Efni: Að undirbúa tillögur að stefnu hins opinbera í áfengismálum.

Nefnd til að vinna að undirbúningi tillagna um mörkun opinberrar stefnu í áfengismálum á grundvelli þingsályktunarinnar var skipuð 19. maí 1983. Nefndin starfar á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis. Nefndin er enn að störfum.

16. Þingsályktun um breytingu á siglingalögum, samþ. 19. maí 1981, send með bréfi 11. júní 1981.

Efni: Endurskoðun ákvæða siglingalaga er varða björgun skipa og skipshafna.

Nefnd til að endurskoða ákvæði siglingalaga um björgun var skipuð af samgönguráðuneyti 16. júlí 1981. Nefndin skilaði tillögum í júní 1982. Þær tillögur hafa verið teknar upp í frumvarp til siglingalaga, sem lagt var fram á Alþingi, fyrst vorið 1984.

17. Þingsályktun um menntun fangavarða, samþ. 19. maí 1981, send með bréfi 11. júní 1981.

Efni: Skipun nefndar er taki til endurskoðunar menntun fangavarða.

Nefnd var skipuð 28. ágúst 1981. Skilaði nefndin skýrslu 12. janúar 1982 með tillögum um menntun fangavarða. Skýrslunni var dreift á Alþingi. Í framhaldi af tillögunum var lögum um fangelsi og vinnuhæli, nr. 38/1973, breytt, sbr. lög nr. 50/1982, og tekinn hefur verið upp rekstur sérstaks skóla fyrir fangaverði.

18. Þingsályktun um flugrekstur ríkisins, samþ. 19. maí 1981, send með bréfi 11. júní 1981.

Efni: Að kanna hagkvæmni þess að sameina allan flugrekstur ríkisins.

Viðræður hafa farið fram af hálfu ráðuneytis og landhelgisgæslu vegna þessa, en ekki hefur verið stofnað til formlegrar athugunar af hálfu fjárlaga- og hagsýslustofnunar, sem fer með hagsýsluverkefni.

19. Þingsályktun um eflingu almannavarna, samþ. 18. febrúar 1982, send með bréfi 9. mars 1982.

Efni: Að Alþingi kjósi 7 manna nefnd til að gera áætlun um eflingu almannavarna.

Alþingi kaus nefnd í þessu skyni 7. maí 1982. Nefndin skilaði skýrslu 16. apríl 1984 með tillögum, þ. á m. tillögum að lagafrumvarpi. Lagafrumvarp var lagt fram á Alþingi í febrúar 1985. Tillögur nefndarinnar eru að öðru leyti til meðferðar, m. a. hjá almannavarnaráði. Úrlausn tillagnanna ræðst m. a. af fjárveitingum.

20. Þingsályktun um fangelsismál, samþ. 20. apríl 1982, send með bréf 12. maí 1982.

Efni: Að Alþingi kjósi 7 manna nefnd til að gera heildarúttekt á fangelsismálum.

Alþingi kaus nefnd í þessu skyni 7. maí 1982. Nefndin er enn að störfum.

21. Þingsályktun um stöðu, þróunarhorfur og stefnumótun í upplýsinga- og tölvumálum, samþ. 20. apríl 1982, send með bréfi 12. maí 1982.

Efni: Að skipuð verði nefnd til að gera athugun á stöðu og þróunarhorfum í upplýsinga- og tölvumálum o. fl.

Ályktunin var framsend forsætisráðuneyti 31. ágúst 1982, en verkefnið fellur eigi undir dómsmálaráðuneytið.

22. Þingsályktun um Kolbeinsey, samþ. 20. apríl 1982, send með bréfi 12. maí 1982.

Efni: Að sjómerki verði sett á Kolbeinsey og að kannað verði hvernig eyjan verði tryggð.

Málefnið fellur undir samgönguráðuneytið.

23. Þingsályktun um ávana- og fíkniefni, samþ. 27. apríl 1982, send með bréfi 12. maí 1982.

Efni: Heildarendurskoðun á því hverjar leiðir séu helst til úrbóta til að hamla frekar gegn ávana- og fíkniefnum.

Þingsályktunin leiddi ekki til sérstakra starfa.

24. Þingsályktun um könnun vélhjólaslysa, samþ. 3. mars 1983, send með bréfi 18. mars 1983.

Efni: Að gerð verði könnun á vélhjólaslysum í umferðinni.

Könnun á vélhjólaslysum í Reykjavík árin 1981 og 1982 var unnin á vegum landlæknisembættisins. Skýrsla lögð fram í ágúst 1984. Tillögur til úrbóta koma fram í frumvarpi til umferðarlaga sem liggur fyrir Alþingi.

25. Þingsályktun um öryggiskröfur til hjólbarða og innflutningsgjöld af hjólbörðum, samþ. 8. mars 1983, send með bréfi 18. mars 1983.

Efni: Að settar verði gæða- og öryggisreglur um hjólbarða og kannað hvort unnt sé að lækka innflutningsgjöld.

Er til meðferðar í sambandi við heildarendurskoðun á reglugerð um gerð og búnað ökutækja, sem stendur yfir. Innflutningsgjöld varða fjármálaráðuneyti.

26. Þingsályktun um skipulagðar aðgerðir gegn ólöglegum innflutningi og dreifingu ávana- og fíkniefna, samþ. 20. desember 1983, send með bréfi 28. desember 1983.

Efni: Að komið verði á samstarfshópi er samræmi og skipuleggi auknar aðgerðir gegn ólöglegum innflutningi og dreifingu ávana- og fíkniefna, o. fl.

Starfshópur var skipaður 17. janúar 1984 til að gera tillögur um skipulegar aðgerðir gegn ólöglegum innflutningi og dreifingu ávana- og fíkniefna í samræmi við þingsályktunina. Starfshópurinn skilaði tillögum 5. mars 1984. Á grundvelli tillagna starfshópsins hefur refsihámark samkvæmt lögum nr. 65/1974 um ávana- og fíkniefni og 173. gr. a) almennra hegningarlaga verði hækkað, aflað aukins tækjabúnaðar fyrir löggæslu og tollgæslu, fjárveitingar aukist o. fl. Þá var 20. ágúst 1984 komið á fót samstarfshóp er hefur það hlutverk að skipuleggja og samræma aðgerðir lögreglu og tollgæslu á sviði ávana- og fíkniefnamála og vera vettvangur fyrir upplýsingaskipti milli þeirra aðila sem að þessum löggæslustörfum vinna. Samstarfshópinn skipa fulltrúar dómsmálaráðuneytis, ríkissaksóknara, lögreglu- og dómaraembætta og tollgæslu. Samstarfshópurinn hittist a. m. k. mánaðarlega.

27. Þingsályktun um könnun á rannsókn og meðferð nauðgunarmála, samþ. 22. maí 1984, send með bréfi 12. júní 1984.

Efni: Að skipuð verði 5 manna nefnd til að kanna hvernig háttað er rannsókn og meðferð nauðgunarmála og geri tillögur til úrbóta.

Nefnd var skipuð 12. júlí 1984. Nefndin er enn að störfum.

28. Þingsályktun um lagahreinsun og samræmingu gildandi laga, samþ. 22. maí 1984, send með bréfi 18. júlí 1984.

Efni: Að leita eftir samstarfi við Lagastofnun Háskólans um framhaldsvinnslu lagasafns o. fl. og að Alþingi kjósi 9 manna nefnd til ráðuneytis.

Viðræður hafa farið fram við Lagastofnun um framhaldsvinnslu lagasafns. Færsla nýrrar löggjafar inn í tölvuskráðan texta lagasafns 1983 er á næsta leiti, en nýlokið er flutningi þess texta til SKÝRR.

FRÁ FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTI:

20. maí 1975. Þingsályktunartillaga um atvinnumál aldraðra.

Sett hefur verið heildarlöggjöf um málefni aldraðra.

20. maí 1975. Þál. um rannsóknir á snjóflóðum og skriðuföllum.

Settur var á fót starfshópur á vegum Rannsóknaráðs ríkisins, sem vann að málinu.

10. apríl 1981. Þál. um heildarlöggjöf, skipulag og varnir vegna hættu af snjóflóðum og skriðuföllum. Ítarleg skýrsla samin 21. 12. 1982.

6. júní 1975. Þál. um fullgildingu Félagsmálasáttmála Evrópu.

Sent utanríkisráðuneytinu til fullg. 11. sept. 1975.

6. júní 1975. Þál. um athugun á framfærslukostnaði. Hagstofa Íslands gerði á árinu 1976 athugun á framfærslukostnað á Ísafirði, Akureyri, Neskaupstað og Hvolsvelli.

6. júní 1975. Þál. um lækkun á byggingarkostnaði. Tekið fyrir af nefndum sem ráðuneytið hefur skipað til endurskoðunar á löggjöf um húsnæðismál.

16. maí 1977. Þál, um atvinnumál öryrkja.

Sett hefur verið heildarlöggjöf um þessi málefni og stofnuð deild sem fer með málefni fatlaðra í ráðuneytinu.

22. maí 1978. Þál. um atvinnumöguleika ungs fólks. Framkvæmdastofnun ríkisins hefur fjallað um málið og aflað um það uppl.

22. maí 1978. Þál. um könnun á atvinnulegri og félagslegri aðstöðu byggðarlaganna í nágrenni Keflavíkurflugvallar.

Byggðadeild Framkvæmdastofnunar ríkisins framkvæmdi þessa könnun og samdi drög að iðnþróunaráætlun fyrir Suðurnes, sem kom út í nóv. 1980.

15. apríl 1981. Þál. um fullgildingu á alþjóðasamþ. v. samstarfs um framkvæmd alþjóðlegra reglna á sviði vinnumála.

Sent aðilum vinnumarkaðarins 13. júlí 1981. Staðfest m. auglýsingu í Stjórnartíðindum 1982.

11. júní 1981. Þál. um einangrun húsa.

Tekið fyrir af nefndum sem ráðuneytið hefur skipað til endursk. á löggjöf um húsnæðismál.

21. maí 1981. Þál. um aukna hagnýtingu innlendra byggingarefna og hagkvæmni við byggingarframkvæmdir.

Sent Húsnæðisstofnun ríkisins 18.9. Svarað 9. 12.1981. Sent Sambandi ísl. sveitarfélaga.

17. maí 1982. Þál. um orlofsbúðir fyrir almenning. Alþingi kaus 7 manna nefnd 7. maí 1982. Þál. er staðfesting þess.

24. maí 1982. Þál. um staðfestingu 4ra Norðurlandasamninga.

Sent utanríkisráðuneytinu til fullgildingar 17. maí 1982. Birt í C-deild Stjórnartíðinda 1982.

FRÁ HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTI:

1. Þingsályktunartillaga um öryggisþjónustu Landsímans.

Þingsályktunartillagan var svohljóðandi:

„Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að hlutast til að Landsíminn geri áætlun um öryggisþjónustu þannig að fullnægt verði ákvæðum 42. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 56/1973.“

Svo sem þingsályktunartillagan ber með sér er hér um að ræða framkvæmdamál stofnunar sem ekki heyrir undir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, enda þótt framkvæmdaatriðið sé tiltekið í lögum um heilbrigðisþjónustu. Ráðuneytið leit því svo á, að því væri send þingsályktunin til kynningar en ekki til framkvæmda.

2. Þingsályktunartillaga um aðstoð við vangefna og fjölfatlaða, send ráðuneytinu 6. 6. 1975. Þingsályktunartillagan er svohljóðandi:

„Alþingi skorar á ríkisstjórnina að undirbúa hið fyrsta ráðstafanir til að bæta aðstöðu vangefinna og fjölfatlaðra, m. a. með aukningu hjálparstofnana vegna þeirra sem dveljast í heimahúsum og aukningu hjúkrunarrýma fyrir þá sem eiga við þessi vanheilindi á háu stigi að stríða.“

Í sambandi við þessa þingsályktun verður að minna á að á árabilinu 1973–74 fór fram könnun á vegum ráðuneytisins í samræmi við þingsályktunartillögu sem samþykkt var í mars 1973, þar sem gert var ráð fyrir að könnuð yrði tala vangefinna í landinu og skipting þeirra eftir landshlutum, könnuð yrði aðstaða til sérhæfingar fyrir það fólk sem tekst á hendur þjónustustörf á vistheimilum fyrir vangefna og að í samráði við Styrktarfélag vangefinna yrði komið upp vistheimilum fyrir vangefna þar sem þeirra væri talin þörf.

Áður en þingsályktunartillagan frá 1975 var samþykkt hafði því farið fram mjög mikið starf á þessu sviði og má þar m. a. minnast á rit heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins nr. 1, 1975, sem kom út í apríl 1975: Könnun á fjölda vangefinna og skipting þeirra eftir landshlutum, sem Margrét Margeirsdóttir, félagsráðgjafi, tók saman.

Á þessum árum áttu byggingaframkvæmdir vegna vangefinna að fjármagnast úr Styrktarsjóði vangefinna og á árabilinu 1973–1976 höfðu framlög til sjóðsins staðið í stað að krónutölu; voru 31 500 000 árið 1973, en 31 825 000 á fjárlögum ársins 1976.

Á þessum tíma hækkaði byggingavísitala úr 708 stigum hinn 1. mars 1973 í 1986 stig hinn 1. nóvember 1976.

Umsjón með Styrktarsjóði vangefinna hafði félagsmálaráðherra, þannig að heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra gat aðeins haft óbein áhrif á það, hvernig þessu fé var varið. Það er því augljóst að ekki var hægt um vik að framkvæma þingsályktunartillöguna hvað það snerti að hraða byggingaframkvæmdum, en í bréfi til félagsmálaráðherra 20. febrúar 1976 lagði heilbrigðisráðherra áherslu á byggingaframkvæmdir við aðalhæli ríkisins í Kópavogi, við Sólborgu á Akureyri og við stofnun sem staðsett yrði á Egilsstöðum fyrir Austurland.

Miðað við það hvað var verið að gera í þessum málaflokki má fremur líta á þingsályktunartillöguna sem áréttingu Alþingis um vilja sinn í þessu efni. án þess þó að Alþingi sýndi fullan vilja með því að veita fé til framkvæmda.

Hvað snertir aðstoð til þeirra sem dveljast í heimahúsum hafði heilbrigðisráðherra hinn 5. júlí 1972 skipað nefnd sem fékk það hlutverk að gera reglugerð um félagslega aðstoð við vanþroska fólk sem ekki dveldist á fávitastofnunum. Nefndin skilaði starfi í júní 1976 og reglugerð um heilsugæslu og félagslega aðstoð við andlega vanþroska fólk, sem ekki dvelst á fávitastofnunum var sett hinn 28. febrúar 1977.

3. Þingsályktunartillaga um skipun nefndar til að kanna eðli og útbreiðslu atvinnusjúkdóma. Send ráðuneytinu 5. maí 1977.

Þingsályktunartillagan er svohljóðandi:

„Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd sérfróðra manna til að gera ítarlega könnun á eðli og útbreiðslu atvinnusjúkdóma hérlendis, svo sem vegna vinnuálags og langs vinnudags, hraða eða sjálfvirkni vinnunnar, umgengni við hættuleg efni, mengað andrúmsloft, hávaða, kulda eða vegna annars sem snertir aðbúnað starfsfólks á vinnustað.“

Heilbrigðisráðherra tók þetta mál upp á ríkisstjórnarfundi hinn 20. júní 1977 og fékk þar heimild til að skipa nefndina í samráði við þau ráðuneyti sem málið snertir. Nefndin var svo skipuð í málið hinn 6. október 1977. Skúli Johnsen er formaður nefndarinnar, en í henni eiga sæti auk hans Eyjólfur Sæmundsson verkfræðingur og Oddur Ólafsson fyrrv. alþingismaður.

Nefndin hefur verið starfandi síðan, en starf hefur verið mismikið vegna þess að sum ár hefur nefndin ekki fengið fé á fjárlögum til starfa sinna. Það sem nefndin vinnur að nú eru rannsóknir á starfstengdum sjúkdómum og er það gert í samræmi við nýja skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar á atvinnusjúkdómum. Samkvæmt upplýsingum formanns nefndarinnar nú er gert ráð fyrir að nefndin geti skilað af sér um næstkomandi áramót, verði fé veitt til þeirra verkefna sem hún vinnur að.

4. Þingsályktunartillaga um mörkun opinberrar stefnu í áfengismálum.

Þessi þingsályktunartillaga er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta nú þegar undirbúa tillögur að stefnu hins opinbera í áfengismálum, sem byggjast á þeim grundvallaratriðum:

— að draga úr heildarneyslu vínanda,

— að stórauka skipulagðar rannsóknir, fræðslu og umræður um áfengismál,

— að auka stuðning við áhugamannasamtök um áfengismál,

— að skilgreina eðlilega meðferð áfengissjúklinga og kveða á um flokkun meðferðarstofnana,

— að leggja ríkisvaldinu, sem verslar með áfengi, þær skyldur á herðar að vinna gegn ofneyslu áfengis með fyrirbyggjandi starfi, t. d. fræðslustarfsemi, svo og að liðsinna þeim er eiga við áfengisvandamál að stríða.

Tillögur um slíka heildarstefnumótun í áfengismálum verði unnar í samráði við heilbrigðisyfirvöld, Áfengisvarnaráð, samtök um áfengisvarnir og vandamál áfengisneytenda, svo sem Stórstúku Íslands, Samtök áhugamanna um áfengisvarnir, AA-samtökin og fleiri, löggæslu og dómsmálayfirvöld, menntamálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti, Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, Læknafélag Íslands og aðra þá aðila sem afskipti hafa af dreifingu og sölu áfengra drykkja og meðferð áfengismála og vandamála áfengissjúklinga.

Tillögur þessar og greinargerð skal senda Alþingi í sérstakri skýrslu ásamt tillögum ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á sviði löggjafar og stjórnsýslu.“

Svo sem þingsályktunin ber með sér var hér um að ræða mál ríkisstjórnarinnar allrar og gert ráð fyrir að málið félli undir forsætisráðuneyti.

Þingsályktunin var samþykki á Alþingi 7. maí 1981, en málið var tekið fyrir í ríkisstjórn til ákvörðunar 30. desember 1982, og var þá samþykki tillaga frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um hvernig staðið skyldi að framkvæmd málsins.

Ákveðið var að skipa stóra nefnd sem fjalla ætti um málið og var hún skipuð hinn 19. maí 1983 og áttu eftirtaldir aðilar aðild að nefndinni:

Samvinnunefnd bindindisfélaga,

Alþýðuflokkurinn, SÁÁ,

Alþýðubandalagið,

Bandalag jafnaðarmanna,

Fjármálaráðuneytið,

Meðferðarstofnanir ríkisins í áfengismálum,

Forsætisráðuneytið,

Framsóknarflokkurinn,

Samtök um kvennalista,

Menntamálaráðuneytið,

Áfengisvarnaráð,

Dómsmálaráðuneytið,

Sjálfstæðisflokkurinn,

Landlæknisembættið.

Heilbrigðisráðherra skipaði síðan formann, varaformann og starfsmann nefndarinnar.

Nefndinni var falið að byggja starf sitt á fyrrgreindri þingsályktun. Henni var einnig falið að gera sértillögur um átak í áfengismálum sérstaklega og öðrum vímuefnamálum sérstaklega og senda þær ríkisstjórninni svo fljótt sem hægt væri. Þegar því væri lokið átti nefndin að gera tillögur um heildstæða og markvissa stefnu og löggjöf um stjórnun áfengismála, þ. e. tilbúning og dreifingu áfengis, áfengisvarnir, meðferð áfengissjúklinga, rekstur meðferðarstofnana og upplýsinga-, rannsókna- og fræðslustarfsemi.

Nefndin skilaði tillögum sínum um áfengismál hinn 1. nóvember 1983 og tillögum sínum í vímuefnamálum hinn 26. febrúar 1984.

Síðan hefur nefndin unnið að verkefni sínu og gerir ráð fyrir að skila fyrsta hluta tillagna sinna fyrir áramót, en frá upphafi var gert ráð fyrir að nefndin hefði þrjú ár til starfa sinna og ætti því að ljúka starfi vorið 1986.

5. Þingsályktunartillaga um eflingu innlends lyfjaiðnaðar, send ráðuneytinu 31. mars 1981.

Þingsályktunin er svohljóðandi:

„Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd er fái það hlutverk að vinna að ítarlegum tillögum um eflingu innlends lyfjaiðnaðar.“

Svo sem fyrr segir var þessi þingsályktun send ráðuneytinu 11. júní 1981, en hinn 16. júlí var skipuð samstarfsnefnd um lyfjaframleiðslu og áttu sæti í nefndinni Árni Kristinsson læknir, Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður, Guðmundur Steinsson lyfjafræðingur, Kristján Linnet lyfjafræðingur, Ingolf J. Petersen deildarstjóri, sem var formaður nefndarinnar og Reynir Eyjólfsson lyfjafræðingur, sem var ritari nefndarinnar.

Samstarfsnefndin skilaði fyrsta áliti sínu til heilbrigðisráðherra 11. nóvember sama ár og fjallaði það um framleiðslu fullunninna lyfja með tilliti til sem mestrar markaðshlutdeildar hérlendis og samstarfs lyfjaframleiðenda.

Nefndin hefur ekki lokið störfum.

6. Þingsályktunartillaga um ár aldraðra, samþykkt á Alþingi 10. nóvember 1981, send ráðuneytinu 9. desember 1981.

Þingsályktunartillagan var svohljóðandi:

„Alþingi ályktar að tileinka árið 1982 málefnum aldraðra. Alþingi skal kjósa 7 manna nefnd til að vinna að framgangi þeirra og skal hún eiga samvinnu við stjórnskipaða nefnd sem vinnur að lagasetningu um heilbrigðis- og vistunarþjónustu fyrir aldraða. Skulu þessir aðilar marka frambúðarstefnu í þessum málum og meta þá þörf sem er á brýnum úrbótum í einstökum byggðarlögum eða fyrir landið í heild og að vinna að undirbúningi fjáröflunarframkvæmda á þessu sviði. Sérstaklega skal lögð áhersla á samvinnu og þátttöku þeirra samtaka sem láta sig mannúðar- og menningarmál varða. Í samræmi við ályktun þessa skal hin þingkjörna nefnd, í samráði við sveitarstjórnir og hagsmunaaðila, koma á fót undirnefndum til starfa innan landshluta, kjördæma, heilsugæslusvæða eða einstakra sveitarfélaga.“

Svo sem þingsályktunin ber með sér kaus Alþingi sjálft nefnd til að sinna þessu máli, en áður hafði heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra skipað nefnd sem vann að lagasetningu um heilbrigðis- og vistunarþjónustu fyrir aldraða og varð það strax að ráði að nefndirnar skiptu með sér verkum, þannig að ekki yrði um tvíverknað að ræða.

Þingkjörna nefndin sendi ráðherra skýrslu vegna starfa sinna að loknu ári aldraðra.

7. Þingsályktun um málefni hreyfihamlaðra, send ráðuneytinu 10. 6. 1980.

Vegna þess hvað gerst hafði í málefnum fatlaðra og þroskaheftra á árabilinu á undan og eftir að þessi þingsályktunartillaga er samþykkt, er ekki ástæða til að rekja hvaða áhrif hún hafði sérstaklega, því hún er borin fram og samþykkt á tíma sem fjölmargt var að gerast í þessum málum og mikið hafði verið unnið að þeim um langan tíma.

Þó þykir rétt að rekja hér stuttlega hvernig gangur málsins var í ráðuneytum, því það virðist óljóst mörgum.

Þegar á árinu 1976 lagði þáverandi menntamálaráðherra, Vilhjálmur Hjálmarsson, til að ráðuneyti félags-, heilbrigðis- og menntamála tilnefndu hver sinn mann til að athuga gildandi lagaákvæði um heilbrigðisfræðslu og félagsmál og fleira er varðaði þroskahefta.

Þrír menn voru skipaðir í nefnd til að kanna málið, þeir Hjálmar Vilhjálmsson fyrrv. ráðuneytisstjóri, Sverrir Bjarnason læknir og Jón S. Ólafsson skrifstofustjóri. Nefndin skilaði drögum að frumvarpi á árinu 1977.

14. mars 1978 skipaði þáv. heilbrigðisráðherra nefnd til að vinna að nýjum tillögum að frumvarpi til heildarlaga um þroskahefta. Í nefndinni áttu sæti Ingimar Sigurðsson deildarlögfræðingur, formaður, tilnefndur af heilbrigðisráðherra, Jón Ólafsson skrifstofustjóri, tilnefndur af félagsmálaráðuneyti, Ágúst Fjeldsted hæstaréttarlögmaður, tilnefndur af menntamálaráðuneyti og Jón Sævar Alfonsson skrifstofustjóri, tilnefndur af Landssamtökunum Þroskahjálp.

Nefndin skilaði áliti í mars 1979 og lög um málefni þroskaheftra tóku gildi 1. janúar 1980.

Á árinu 1981 og 1982 var unnið að því að samhæfa lög um málefni þroskaheftra og lög um endurhæfingu og í mars 1983 voru samþykkt lög um málefni fatlaðra sem gildi tóku 1. janúar 1984.

8. Þingsályktun um könnun á lækningamætti jarðsjávar við Svartsengi.

Þingsályktunin var samþykkt á Alþingi 3. maí 1982 og barst ráðuneytinu 12. maí 1982.

Þingsályktunin er svohljóðandi:

„Alþingi ályktar, að leiði könnun sem nú fer fram á lækningamætti jarðsjávar í Svartsengi til jákvæðrar niðurstöðu, þá verði þegar unnið að því að koma upp sérstakri aðstöðu fyrir þá sjúklinga sem að læknisráði er talið rétt að noti jarðsjóinn til baða.“

Þegar þessi þingsályktun var samþykkt var ekki í gangi könnun á lækningamætti jarðsjávar. Forsaga málsins var sú að á árinu 1981 hafði psoriasissjúklingur frumkvæði um að kanna á sjálfum sér hvort böð í heitum jarðsjó við Svartsengi hefðu áhrif á sjúkdóm hans. Málið var til umræðu á Alþingi á árinu 1981 og fyrrgreind þingsályktun var samþykkt vorið 1982.

Áður en þingsályktunin var samþykkt hafði ráðuneytið ritað landlækni bréf hinn 15. desember 1981 og óskað eftir að hann annaðist rannsókn á lækningamætti hitaveituvatnsins í lóninu við Svartsengi. Þótt landlæknir hefði áhuga á málinu tókst ekki að koma þeim rannsóknum af stað sem hann taldi marktækar, en með bréfi hans 8. júlí 1983, gerði hann tillögu um rannsókn sem leiða mundi í ljós hvort um lækningu með þessu móti væri að ræða. Hinn 14. júlí 1983 var leitað eftir aukafjárveitingu til þessa verkefnis og með bréfi fjármálaráðuneytisins 11. ágúst 1983 var aukafjárveitingin veitt. Það tókst ekki heldur í þetta sinn að koma á laggirnar rannsókn sem skæri úr um lækningamátt baðanna og var mest um að kenna, að þegar til átti að taka, reyndist erfiðleikum bundið að fá fólk til að taka þátt í rannsókninni, því nauðsynlegt þótti að gera rannsóknina þannig að til samanburðar væri hópur sem nyti baða í venjulegu hitaveituvatni.

Nú er fyrirsjáanlegt að ekki tekst að framkvæma rannsókn á lækningamætti „Bláa lónsins“, eins og til var ætlast, og er nú gert ráð fyrir að gera aðra og einfaldari rannsókn og er þess vænst að um það verði samkomulag við fulltrúa Samtaka psoriasis- og exemsjúklinga.

Það er ráðgert að þessi rannsókn fari fram í sumar og er áætlað að hún kosti kr. 200 þúsund og ráðuneytið væntir þess að það fái fjárveitingu fyrir könnun.

9. Þingsályktunartillaga um geðheilbrigðismál.

Þessi þingsályktunartillaga var samþykki á Alþingi 7. maí 1981 og send ráðuneytinu 9. maí.

Samkvæmt ályktuninni var heilbrigðismálaráðherra falið að skipa nefnd til að gera áætlanir um skipulagningu og úrbætur í geðheilbrigðismálum og skyldi nefndin skila áliti fyrir árslok 1981.

Með bréfi hinn 15. júlí 1981 var nefndin skipuð þannig að formaður var skipaður Ingvar Kristjánsson geðlæknir, ritari, Högni Óskarsson geðlæknir og auk þess skipaðar í nefndina Hulda Guðmundsdóttir yfirfélagsráðgjafi, Margrét Hróbjartsdóttir hjúkrunarfræðingur, Oddur Bjarnason læknir, formaður Geðverndar og Sigríður Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur.

Þessi nefnd er enn að starfi enda var óraunhæft að hún skilaði áliti fyrir árslok 1981 eins og Alþingi gerði ráð fyrir. Nefndin hefur skilað áfangaskýrslu til ráðuneytisins um bráðamóttöku geðsjúkra og fyrirkomulag réttargeðlækninga og hefur boðað að hún mundi skila á þessu vori áfangaskýrslu um fyrirkomulag geðheilbrigðismála unglinga.

Þær skýrslur sem borist hafa ráðuneytinu hafa ekki leitt til sérstakra tillagna því lausn hafði fengist á bráðamóttökufyrirkomulagi geðsjúkra áður en nefndin skilaði starfi og tillögur nefndarinnar í sambandi við réttargeðlækningar gerðu ráð fyrir frumkvæði dómsmálayfirvalda á því sviði með samvinnu heilbrigðisgeirans.

Óráðið er hve lengi nefndin starfar enn.

10. Þingsályktunartillaga um aðgerðir til að draga úr tóbaksreykingum Íslendinga, send ráðuneytinu 9. mars 1976.

Nú að nærri tíu árum liðnum er tómt mál að tala um hvaða aðgerðir voru uppi vegna þessarar þingsályktunartillögu, en vegna hennar er rétt að geta um hvaða afskipti ráðuneytið hefur haft af tóbaksreykingamálum.

Fyrstu lög sem beinlínis snertu tóbaksreykingar voru samþykkt 1971 og var þar um að ræða bann við auglýsingum á tóbaki. Þessi lög voru endurskoðuð 1977 og með þeim var ákveðið að heilbrigðisráðherra, en ekki fjármálaráðherra, væri ábyrgur fyrir hverskonar varnarstarfi. Lögin frá 1977 voru í gildi þar til núgildandi lög um tóbaksvarnir tóku gildi 1. janúar 1985, en þau lög marka veruleg tímamót í sambandi við tóbaksvarnir hér á landi, ef tekst að framfylgja þeim.

FRÁ FJÁRMÁLARÁÐUNEYTI:

1974–1975:

Nr. 8 þingsályktun um endurskoðun l. nr. 63 frá 12. maí 1970, um skipan opinberra framkvæmda.

Af hálfu ráðuneytisins var skipaður starfshópur til að endurskoða lög nr. 63/1970 um skipan opinberra framkvæmda. Starfshópurinn skilaði ekki áliti, einkum vegna þess að fjárveitinganefnd Alþingis tók málið fyrir á sama tíma og taldi starfshópurinn því ástæðulaust að vera að vinna samhliða fjárveitinganefnd í þessu máli. Nr. 14 þingsályktun um skipunartíma opinberra starfsmanna.

Lagt var fyrir Alþingi frumvarp sem gilti í þá átt sem þingsályktunin gerði ráð fyrir en það náði ekki fram að ganga.

Í lögum nr. 38/1954 eru ákvæði um tímabundna ráðningu og hefur þessu ákvæði verið beitt í ríkara mæli á síðustu árum en áður fyrr.

Sett hefur verið í lög ákvæði um tímabundna ráðningu forstöðumanna einstakra stofnana svo sem við Þjóðleikhúsið og Iðntæknistofnun.

1976–1977:

Nr. 9 þingsályktun um endurskoðun lánareglna Lífeyrissjóðs sjómanna.

Lögum nr. 49/1974 um Lífeyrissjóð sjómanna var breytt með lögum nr. 10/1978 og ákvæði um verðtryggingu þannig færð til samræmis við það sem gerist hjá SAL-sjóðum.

Með lögum nr. 48/1981 var lögum nr. 49/1974 breytt að því er varðar stjórn Lífeyrissjóðsins, þannig að í dag er hún skipuð af hagsmunasamtökum viðkomandi starfsstétta.

Nr. 23 þingsályktun um endurskoðun á launakjörum hreppstjóra.

Lög nr. 32/1965 voru endurskoðuð með lögum nr. 13/1983 að því er varðar launakjör hreppstjóra.

1978–1979:

Nr. 3 þingsályktun um sparnað í fjármálakerfinu. Þingsályktun sú sem hér um ræðir virðist hafa verið ályktun þingmanna í neðri deild Alþingis. Þingsályktunin gerði ráð fyrir að þingflokkarnir tilnefndu fimm menn í nefnd er væri ríkisstjórn til aðstoðar í fjármálakerfinu. Ekki verður séð að þingið hafi sinnt þessu, né að til sérstakra ráðstafana hafi verið gripið af hálfu ríkisstjórnarinnar. Þau markmið sem tillagan gerir ráð fyrir að ná t. d. fækkun starfsmanna ríkisbankanna o. fl. hafa verið til umfjöllunar flestra ríkisstjórna á undanförnum áratugum.

Nr. 22 þingsályktun um leiðréttingu söluskatts af leiksýningum áhugaleikfélaga.

Með reglugerð nr. 450/1979 um breyting á reglugerð nr. 167/1979 um söluskatt, var söluskattur felldur niður af aðgangseyri að leiksýningum áhugaleikfélaga.

Nr. 26 þingsályktun um lækkun og niðurfellingu opinberra gjalda á íþróttavörum.

Með reglugerð nr. 365/1979 um breytingu á reglugerð nr. 437/1978 um sérstaki tímabundið vörugjald sbr. lög nr. 33/1980 var sérstakt tímabundið vörugjald fellt niður af eftirtöldum tollskrárnúmerum:

07.06 Áhöld, tæki og útbúnaður til fimleika, aflrauna og annarra íþrótta og útileikja (þó ekki vörur er teljast til nr. 97.04):

01 Skíði og hlutar til þeirra og skíðastafir.

02 Skautar (þar með hjólaskautar)

09 Annað

1983–1984:

Nr. 10 þingsályktun um aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum.

Í júní 1984 voru samþykktar 20 viðbótarstöður skatteftirlitsmanna í skattkerfinu, sem hafa það meginverkefni að sinna skatteftirliti, einkum með heimsóknum í fyrirtæki og rannsóknum á skattsvikum.

Nr. 12 þingsályktun um úttekt á umfangi skattsvika. Skipaður var starfshópur til að gera úttekt á umfangi skattsvika. Líklegt má telja að starfshópurinn skili ekki niðurstöðum fyrr en um mitt sumar 1985 þannig að hægt verður að skila niðurstöðum til Alþingis haustið 1985.

Nr. 25 þingsályktun um afnám tekjuskatts af almennum launatekjum í áföngum.

Gert er ráð fyrir, í fjárlögum ársins 1985, að tekjuskattur af almennum launatekjum lækki um 600 mkr. Þetta er um 26% lækkun á tekjuskatti á árinu 1985. Gert er ráð fyrir áframhaldandi lækkun tekjuskatts á næsta ári.

FRÁ SAMGÖNGURÁÐUNEYTI:

Þingsályktanir um vegáætlanir.

Unnið hefur verið að vegagerð samkvæmt þessum vegáætlunum allt tímabilið sem spurt er um.

Aðrar þingsályktanir á þessu tímabili um vegamál hafa að meira eða minna leyti verið teknar til greina við afgreiðslu vegáætlana.

Þingsályktun um dýpkunarskip.

Eftir að þessi þingsályktun var afgreidd var keypt dýpkunarskipið Grettir, en það er nú sokkið og annað skip hefur ekki verið keypt.

Þingsályktun um stofnanasjóð vegna stórra atvinnubifreiða og stórvirkra vinnuvéla.

Á grundvelli þessarar þingsályktunar var sett niður nefnd til að semja frumvarp til laga um slíkan stofnanasjóð. Samkomulag varð ekki í nefndinni, en í framhaldi af starfi hennar voru lög um landflutningasjóð afgreidd á Alþingi.

Þingsályktun um aðgerðir til varnar gegn ágangi sjávar við sunnanverðan Faxaflóa.

Lokið er heildarúttekt þessara mála og gefin út skýrsla um niðurstöðurnar.

Þingsályktun um könnun á notagildi björgunarneta.

Hér mun vera átt við þau net sem Markús heitinn Þorgeirsson fann upp og hannaði. Í undirbúningi er nú að setja ákvæði í reglugerð um skyldu til að nota þessi net.

Þingsályktun um Kolbeinsey.

Á grundvelli þessarar þingsályktunar var gerð kostnaðaráætlun um aðgerðir til að Kolbeinsey eyddist ekki. Þessi áætlun er nú í endurskoðun hjá Hafnarmálastofnun.

Þingsályktun um skipun nefndar til að kanna öryggisbúnað fiski- og hafskipahafna.

Í framhaldi af þingsályktuninni var nefnd skipuð til þessa verkefnis. Starf hennar hefur legið niðri um hríð sökum fjárskorts, en í undirbúningi er nú að hún hefji störf að nýju og ljúki þeim á þessu ári.

Þingsályktun um hafnargerð við Dyrhólaey.

Slíkar þingsályktanir hafa með nokkurra ára millibili komið fram á Alþingi og hvað eftir annað verið kannað af sérfræðingum hvort slík hafnargerð væri möguleg og hvað hún myndi kosta. Talið er ástæðulaust eftir síðustu áætlun sem gerð var um þetta efni, að taka það mál upp enn á ný.

Þingsályktun um rannsókn á hafnaraðstöðu í Þorlákshöfn.

Unnið er sífellt að þessum málum bæði á vegum Hafnarmálastofnunar og Landshafnarstjórnar.

(6.) Þál. um eftirgjöf á ársfjórðungsgjaldi fyrir síma elli- og örorkulífeyrisþega.

Efni: Alþingi ályktar að samgönguráðherra feli póst- og símamálastofnuninni að framkvæma reglugerð nr. 426/ 1978 um eftirgjöf á afnotagjaldi síma hjá elli- og örorkulífeyrisþegum á þann veg, að íbúar allra sérbyggðra íbúða fyrir aldraða og öryrkja njóti umræddrar niðurfellingar afnotagjalda enda uppfylli þeir skilyrði reglugerðarinnar að öðru leyti.

Afgreiðsla: Við endurskoðun téðrar reglugerðar á árinu 1982 var tekið tillit til ákvæða þessarar þingsályktunar og ný reglugerð gefin út, nr. 256/1982.

Þingsályktun um landmælingastjórn ríkisins.

Efni:

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta semja frumvarp til laga um landmælingastjórn ríkisins.

Til þess að semja frumvarpið skal ríkisstjórnin skipa nefnd fimm manna. Skal einn tilnefndur af Rannsóknaráði ríkisins, einn af Dómarafélagi Íslands, einn af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og einn af Verkfræðingafélagi Íslands. Formaður nefndarinnar skal skipaður án tilnefningar. Með samningu frumvarpsins skal m. a. að því stefnt, að undir landmælingastjórn heyri stjórnun þríhyrningamælinga á Íslandi og hæðarmerkjakerfisins, kortamælingar og kortaútgáfa ríkisstofnana, lóða-, landa- og jarðmarkamælingar. Nefndin hraði svo störfum að frumvarp um þetta efni verði lagt fyrir næsta reglulegt Alþingi. Kostnaður við störf nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði.

Afgreiðsla:

Með bréfi dags. 16. okt. 1976, skipaði samgönguráðherra nefnd í samræmi við framanritaða þingsályktun. Formaður hennar var Jónas Jónsson fyrrverandi aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra en núverandi búnaðarmálastjóri.

Nefndin lauk störfum í maí 1978 með því að skila til ráðherra þremur frumvörpum:

a) Frumvarp til laga um landmælingar.

b) Frumvarp til laga um mælingar lóða og landa í kaupstöðum og á skipulögðum svæðum utan kaupstaða.

c) Frumvarp til laga um breyting á landskiptalögum nr. 46/1941.

Frumvarp til laga um landmælingar var lagt fyrir Alþingi á 100. löggjafarþingi 1978. Eftir umfjöllun samgöngunefndar efri deildar var því vísað til ríkisstjórnarinnar, þar sem í ljós kom að aðilar sem nefndin taldi hafa þekkingu á málinu voru mjög ósammála um frumvarpið.

Frumvarp um Landmælingar Íslands var síðan samþykkt sem lög frá Alþingi 28. maí 1985.

(15) Þál. um endurnýjun og uppbyggingu strandferðaþjónustunnar.

Samgönguráðherra skipaði 12. júní 1978 nefnd til að gera athugun á endurnýjun og uppbyggingu Skipaútgerðar ríkisins og leita leiða til þess að fjármagna slíka endurnýjun í því skyni að auka og bæta strandferðaþjónustuna við dreifbýli landsins og stuðla að hallalausum rekstri Skipaútgerðar ríkisins. Formaður hennar var Halldór S. Kristjánsson deildarstjóri í samgönguráðuneytinu.

Nefndin var í nóvember 1978 jafnframt falið að hafa yfirumsjón með undirbúningi að smíði nýrra strandferðaskipa.

Nefndin skilaði lokaskýrslu um störf sín í maí 1981, en áður eða í ágúst 1979 hafði nefndin skilað áfangaskýrslu sem fjallaði eingöngu um þann þátt í störfum hennar er laut að smíði strandferðaskipa.

Samgönguráðherra hefur að mestu leyti stuðst við tillögur nefndarinnar í uppbyggingu strandferðaþjónustunnar.

96. og 99. löggjafarþing.

Þál. um öryggisbúnað flugvalla.

Þál. um markmið og leiðir í flugöryggismálum.

Í janúar 1976 skipaði samgönguráðherra nefnd til „að gera úttekt á íslenskum flugvalla- og flugöryggismálum í heild.“ Nefndinni var einnig ætlað að gera tillögur um nauðsynlegar úrbætur svo og áætlun um á hve löngum tíma raunhæft væri að stefna að því að ljúka slíkum úrbótum og í hvaða röð.

Nefnd þessi skilaði skýrslu í nóvember 1976, sem dreift var á Alþingi í desember 1976.

Á 99. löggjafarþingi var samþykkt þáltill. um markmið og leiðir í flugöryggismálum. Framangreind skýrsla var lögð fram sem fylgiskjal með henni.

Í samræmi við þál. hefur skýrslan verið höfð til hliðsjónar við gerð fjárlagatillagna Flugmálastjórnar, en ástand efnahagsmála undanfarinna ára hefur orðið til þess að tilgangi tillögunnar hefur ekki verið náð.

97.löggjafarþing.

Þál. um viðgerðar- og viðhaldsaðstöðu flugvéla á Keflavíkurflugvelli.

Framkvæmd þingsályktunnar var í höndum utanríkisráðuneytisins en rétt þykir að samgönguráðuneytið veiti upplýsingar um hana.

Vegna þingsályktunarinnar fór fram á vegum samgönguráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins ákveðin gagnasöfnun um viðgerðar- og viðhaldsaðstöðu flugvéla á Keflavíkurflugvelli.

Í framhaldi af henni var skipuð nefnd sem í sátu fulltrúar ráðuneytanna, Flugmálastjórnar, Flugleiða og Flugvirkjafélags Íslands. Nefnd þessi lauk störfum haustið 1978.

Þær umræður um viðhaldsmál sem urðu í framhaldi af framangreindri þingsályktun urðu til þess að við veitingu ríkisábyrgðar til Flugleiða 1980 var m. a. sett skilyrði um skipun nefndar sem kanna skyldi viðhaldsmálefni félagsins.

100.löggjafarþing. 8. Þál. um útgáfu kortabókar Íslands. Menntamálaráðuneytið sem fékk þál. til framkvæmdar, skipaði nefnd til að gera tillögur um slíka kortaútgáfu.

Í nefndinni átti m. a. sæti fulltrúi samgönguráðuneytis en málið er að öðru leyti í höndum menntamálaráðuneytis.

102. löggjafarþing.

13. Þál. um athugun á úrbótum í flugsamgöngum við Vestfirði.

Í september 1980 skipaði þáverandi samgönguráðherra, Steingrímur Hermannsson, nefnd til að fjalla um samgöngumál á Vestfjörðum og fékk hún umrædda þál. til meðferðar. Jafnframt var flugráði og flugmálastjórn falið að gera sérstaka athugun á úrbótum í þessu efni, og hefur verið unnið að þeim eftir því sem unnt hefur verið.

103. löggjafarþing.

32. Þál. um breytingar á siglingalögum.

Hinn 8. september 1981 var skipuð nefnd til endurskoðunar á siglinga- og sjómannalögum. Nefndin skilaði frv. til nýrra siglingalaga sem flutt var upphaflega á 106. þingi en endurflutt á 107. þingi.

105.löggjafarþing.

5. Þál. um staðfestingu alþjóðasamnings um varnir gegn mengun frá skipum 1973 og bókun 1978.

20. maí 1983 skipaði þáverandi samgönguráðherra, Steingrímur Hermannsson, nefnd til að semja frv. til laga um varnir gegn mengun sjávar.

Nefndin mun brátt ljúka störfum.

FRÁ IÐNAÐARRÁÐUNEYTI:

(Tölur í sviga framan við dags. er númer í yfirliti frá Alþingi. Tölur í sviga aftan við heiti þingsályktunar er númer á þingskjali og tölur fyrir aftan = tákna þau þingskjöl, sem samhljóða eru þingsályktun að meginmáli.)

106. löggjafarþing 5/1983–1984.

1. (7) 2.04.1984 Sent til ríkisstjórnar.

Þingsályktun um könnun á raforkuverði á Íslandi (494).

Svar: Nefnd var skipuð í október 1984, formaður Júlíus Sólnes, prófessor. Unnið hefur verið að gagnasöfnun, athugun á gjaldskrám rafveitna og raforkusölu fyrirtækja, útreikningum á meðalverði raforku og samanburði á gjaldskrám raforkusölufyrirtækja á Íslandi og á Norðurlöndum, svo og í Þýskalandi og Frakklandi. Áfangaskýrsla verður lögð fram í júní n. k.

2. (15) 8.06.1984 Sent til ríkisstjórnar.

Þingsályktun um kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði (1114).

Svar: Með þingsályktuninni er ríkisstjórninni veitt heimild til að leggja fram hlutafé og taka ákvörðun um byggingu verksmiðjunnar. Iðnaðarráðherra mun ákveða framhald málsins að fengnum niðurstöðum úr viðræðum við hugsanlega erlenda meðeigendur.

3. (22) 8.06.1984 Sent til ríkisstjórnar.

Þingsályktun um kynningu á líftækni (535).

Svar:

Nefnd skipuð 3. október 1984. Nefndin hefur m. a. haldið námstefnu 23. mars sem um 100 manns sóttu. Útgáfa á fyrirlestrum í undirbúningi o. fl.

105. löggjafarþing 5/1982–1983.

1. (3) 3.05.1983 Sent til ríkisstjórnar.

Þingsályktun um rannsókn og hagnýtingu surtarbrands á Vestfjörðum (=70).

Svar: Ályktunin send Orkustofnun til framkvæmda 25.05.1983. Orkustofnun hefur unnið að verkefninu ásamt British Mining Consultants Limited. Orkustofnun hefur skilað ráðuneytinu skýrslu um málið, þar sem niðurstöður eru neikvæðar á vinnslu surtarbrands hér á landi.

2. (14) 23.03.1983 Sent til ríkisstjórnar.

Þingsályktun um rafvæðingu dreifbýlis (664). Svar:

Ályktuninni vísað til Orkuráðs til framkvæmda, eftir því sem fjárveiting Alþingis á hverju ári leyfir.

104. löggjafarþing 5/1981–1982.

1. (24) 29.05.1982 Sent til ríkisstjórnar. Þingsályktun um iðnaðarstefnu (882=768).

Svar:

20. ágúst 1982 var skipuð samstarfsnefnd um iðnaðarstefnu. Framkvæmd iðnaðarstefnu er mörgum atriðum háð. Að framgangi iðnaðar er stöðugt unnið og mótast áherslur í þeim málum m. a. af stjórnarsáttmála.

Unnið hefur verið að því að framkvæma þau atriði er greinir í þingsályktuninni um iðnaðarstefnu. Hefur í því sambandi bæði verið unnið beint að markmiðum sem í þingsályktuninni greinir, en einnig hefur verið unnið eftir hinum ýmsu leiðum sem árangursríkastar þóttu.

Af framkvæmd mála má m. a. nefna tillögugerð um 500 millj. kr. fjárveitingu til nýrra og vaxandi greina, við gengisákvörðun hefur verið tekið tillit til samkeppnisstöðu iðnaðarins, þjónustustofnanir iðnaðarins hafa verið efldar og má þar t. d. benda á sérstök framlög til ITÍ 1985 sem er ætlað til sérstaks framleiðnisátaks, o. fl. o. fl. mætti nefna sem of langt mál yrði að telja upp.

2. (26) 12.05.1982 Sent til ríkisstjórnar.

Þingsályktun um Orkubú Suðurnesja (884=125).

Svar:

Í samræmi við þingsályktunina skipaði ráðuneytið með bréfi, dags. 11. ágúst 1982, nefnd til að semja frumvarp til laga um Orkubú Suðurnesja. Áður en nefndin lyki störfum þótti hins vegar eðlilegt að afla lagaheimildar fyrir Hitaveitu Suðurnesja til að yfirtaka rafveitur sveitarfélaga á svæðinu og kaupa raforkuflutningslínur og dreifikerfi ríkisins frá svæðinu. Með lögum nr. 91 29. maí 1984 um breytingu á lögum nr. 100 31. desember 1974 um Hitaveitu Suðurnesja urðu ofangreindar breytingar að lögum og þar með lagður grundvöllur að sameinuðu orkufyrirtæki á Suðurnesjum. Samningar eru á lokastigi og gert er ráð fyrir að hið endurskipulagða fyrirtæki taki til starfa 1. júlí 1985, um yfirtöku Hitaveitunnar á öllum rafdreifikerfum á suðurnesjum.

3. (31) 17.05.1982 Sent til ríkisstjórnar.

Þingsályktun um innlendan lífefnaiðnað (902).

Svar:

Sent Iðntæknistofnun til umsagnar og athugunar í ágúst 1982.

4. (32) 17.05.1982 Sent til ríkisstjórnar.

Þingsályktun um aðgerðir til að efla innlendan iðnað og auka markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu (903).

Svar:

Framkvæmd þingsályktunarinnar kemur m. a. fram í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Öllum fyrirtækjum og stofnunum sem heyra undir ráðuneytið voru árið 1984 send tilmæli um að nota ísl. vörur eftir því sem við verður komið.

5. (33) 14.05.1982 Sent til ríkisstjórnar.

Þingsályktun um virkjunarframkvæmdir og orkunýtingu (936).

Svar:

Ályktunin var send Landsvirkjun árið 1982 sem hefur hagað virkjunarframkvæmdum í samræmi við þingsályktunartillöguna.

6. (34) 17.05.1982 Sent til ríkisstjórnar.

Þingsályktun um íslenska iðnkynningu (937).

Svar:

Framkvæmd þessarar ályktunar kemur inn á mörg svið. Meðal annars hefur Félag ísl. iðnrekenda verið styrki af ráðuneytinu til þessara verka, árið 1984 og 1985.

103. löggjafarþing 5/1980–1981.

1. (10) 8.04.1981 Sent til ríkisstjórnar.

Þingsályktun um innkaup opinberra aðila á íslenskum iðnaðarvörum (592=115).

Svar:

1. júní 1982 var samþykkt í ríkisstjórn ríkisstjórnarsamþykkt til stofnana og fyrirtækja ríkisins varðandi innkaupastefnu. Var ríkisstjórnarsamþykktin gerð m. a. með hliðsjón af þingsályktuninni. Hefur ríkisstjórnarsamþykkt um þetta málefni verið ítrekað m. a. 11. janúar 1984.

Í samræmi við ríkisstjórnarsamþykkt um opinber innkaup frá 11. janúar 1984 hefur hvert ráðuneyti umsjón með því að fyrirtæki og stofnanir er undir það heyra fylgi markaðri innkaupastefnu.

2. (15) 8.04.1981 Sent til ríkisstjórnar.

Þingsályktun um eflingu iðnaðar á Vesturlandi (597=10).

Svar:

Efni þingsályktunartillögunnar tengist landshlutaáætlun um almenna byggðaþróun sem Framkvæmdastofnun ríkisins var að vinna að á þessum tíma. Meðal annars í tengslum við tillöguna og starf Framkvæmdastofnunar var unnið að iðnþróun á Vesturlandi frá 1981–1984 með samstarfi Iðnaðarráðuneytisins og Framkvæmdastofnunar.

Í framhaldi af því starfi má nefna verkefni s. s. almenna aðstoð við iðnráðgjafa, smáfyrirtækjaverkefni, ráðstefnur o. fl.

3. (25) 10.06.1981 Sent til ríkisstjórnar.

Þingsályktun um vararaforku (954=192).

Svar:

Iðnaðarráðuneytið skipaði nefnd 1. desember 1981 til að gera tillögur um vararaforku í samræmi við þingsályktunartillöguna. Nefndin skilaði áliti til iðnaðarráðherra 22. júlí 1982.

4. (27) 6.06.1981 Sent til ríkisstjórnar.

Þingsályktun um eflingu iðnaðar og þjónustu á Vestfjörðum (956=208).

Svar:

Tengist einungis almennu starfi Framkvæmdastofnunar og einnig samstarfi Framkvæmdastofnunar og iðnaðarráðuneytisins m. a. um iðnþróun í landshlutum.

5. (30) 10.06.1981 Sent til ríkisstjórnar.

Þingsályktun um eflingu innlends lyfjaiðnaðar (959).

Svar:

Þessi þingsályktun fór til heilbrigðismálaráðuneytisins og var afgreidd þaðan.

6. (31) 10.06.1981 Sent til ríkisstjórnar.

Þingsályktun um skipulegar rannsóknir á háhitasvæðum landsins (960=474).

Svar:

Með bréfi iðnaðarráðuneytisins 14. september 1981 var Orkustofnun falið að gera heildaráætlun um rannsóknir á háhitasvæðum landsins í samræmi við þingsályktunina. Orkustofnun skilaði viðamikilli skýrslu 29. október 1982 um málið.

100. löggjafarþing 5/1978–1979.

1. (14) 18.05.1979 Sent til ríkisstjórnar. Þingsályktun um iðngarða (751=5).

Svar:

Unnið var að málinu og niðurstöður m. a. þær að breytingar voru gerðar á lögum um Iðnlánasjóð og skyldi starfrækt við sjóðinn sérstök deild er nefnist lánadeild iðngarða sbr. lög nr. 59/1979.

2. (18) 31.05.1979 Sent til ríkisstjórnar.

Þingsályktun um verksmiðjuframleidd hús (837).

Svar:

Ályktunin var til frekari vinnslu og af framkvæmdum má nefna tolla- og jöfnunargjald sem var sett á innflutt hús.

3. (12) 31.05.1979 Sent til ríkisstjórnar. Þingsályktun um eflingu þjónustu og úrvinnsluiðnaðar í sveitum.

Svar:

Ráðuneytinu var kunnugt um að málið var til umfjöllunar í Framkvæmdastofnun, að beiðni forsætisráðuneytis enda málið einnig sent þangað. Framkvæmdastofnun sendi sínar niðurstöður aftur til forsætisráðuneytisins.

98. löggjafarþing 6/1976–1977

1. (18) 5.05.1977 Sent til ríkisstjórnar.

Þingsályktun um rannsókn á notagildi innlendra jarðefna til iðnaðarframleiðslu (613).

Svar:

Verkefni tengd þessu efni hafa verið unnin eftir tilefnum og ástæðum sem upp koma hverju sinni af innlendum og erlendum aðilum.

2. (2) 20.03.1977 Sent til ríkisstjórnar.

Þingsályktun um rannsókn á möguleikum til virkjunar Skaftár og Hverfisfljóts (615=39).

Svar:

Orkustofnun gerði bráðabirgðaáætlun um virkjun Skaftár og Hverfisfljóts árið 1975. Frekari rannsóknir á möguleikum, sem þeim var falið að gera skv. þingsályktun strönduðu mjög á ónógri kortagerð af svæðinu, sem nú er að verða lokið. Frumáætlun frá 1975 benti ekki til sérstakrar hagkvæmni á virkjun.

3. (992) 16.05.1977 Sent til ríkisstjórnar.

Þingsályktun um endurbyggingu raflínukerfisins í landinu (686).

Svar:

Unnið hefur verið að endurbyggingu raflínukerfisins í landinu, allt frá samþykkt þingsályktunartillögunnar, eftir því sem fé hefur verið veitt til þess af fjárlögum.

4. (24) 16.05.1977 Sent til ríkisstjórnar.

Þingsályktun um nýjan rafstreng til Vestmannaeyja (695).

Svar:

Nýr rafstrengur var lagður til Vestmannaeyja 19771978.

97. löggjafarþing 5/1975–1976

1. (8) 28.05.1976 Sent til ríkisstjórnar.

Þingsályktun um sykurhreinsunarstöð hér á landi (762).

Svar:

Frumvarp var lagt fram um stofnun sykurhreinsunarstöðva hér á landi á 104. löggjafarþingi 1981–1982. Frumvarpið náði ekki fram að ganga.

96. löggjafarþing 2/1974–1975

1. (II) 25.05.1975 Sent til ríkisstjórnar. Þingsályktun um virkjun Suður-Fossár á Rauðasandi í Vestur-Barðastrandarsýslu (749=52).

Svar:

Gerð var hagkvæmnisáætlun um virkjun Suður-Fossár en niðurstöður sýndu að virkjun þar myndi verða óhagkvæm.

2. (18) 6.06.1975 Sent til ríkisstjórnar.

Þingsályktun um rannsókn á byggingu Fljótsdalsvirkjunar (832=695).

Svar:

Margskonar athuganir allt frá árinu 1975, hafa verið gerðar um byggingu Fljótsdalsvirkjunar, sem leitt hafa til þeirrar virkjunaráætlunar sem nú liggur fyrir.

3. (28) 6.06.1975 Sent til ríkisstjórnar.

Þingsályktun um athugun á byggingu og rekstri fiskvinnsluverksmiðju á Snæfellsnesi (849).

Svar:

Framkvæmdastofnun tók málið til athugunar og umfjöllunar.

Fiskvinnsluverksmiðja hefur nú verið reist á Snæfellsnesi.

4. (29) 6.06.1975 Sent til ríkisstjórnar. Þingsályktun um endurskoðun laga um iðju og iðnað (850).

Svar:

15. janúar 1976 skipaði iðnaðarráðherra nefnd til að semja frumvarp að iðnaðarlögum. Nefndin skilaði áliti í frumvarpsformi, sem var lagt fyrir 99. löggjafarþing 1977, samþykkt sem lög nr. 42/1978.

FRÁ VIÐSKIPTARÁÐUNEYTI:

1. Þingsályktun um kaupþing, send ráðuneytinu 20. maí 1975.

Vegna hinnar miklu verðbólgu, sem hér hefur verið, hefur verið erfitt að skipuleggja verðbréfamarkað. Við verðtryggingu fjárskuldbindinga og minnkandi verðbólgu hefur viðhorf breyst.

Á vegum Seðlabankans hefur undanfarna mánuði verið unnið af kappi að undirbúningi að stofnun verðbréfamarkaðs og hefur þar verið stuðst við ákvæði í lögum bankans um, að hann taki forustu í þessu efni. Liggja nú fyrir tillögur um reglur fyrir þennan markað. Gera má ráð fyrir, að starfsemi hefjist á þessu ári.

Nokkrir einkaaðilar hafa í vaxandi mæli stundað verðbréfaviðskipti að undanförnu.

2. Þingsályktun um ráðstafanir til sparnaðar á gjaldeyri og eflingu útflutningsstarfsemi, send ráðuneytinu 20. maí 1975.

Viðskiptaráðuneytið og sendiráð Íslands erlendis hafa jafnan á ýmsan hátt unnið að eflingu útflutningsstarfseminnar.

Þá hefur starfsemi Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins eflst smám saman á undanförnum árum og árangur af starfi hennar orðið verulegur.

Á vegum viðskiptaráðuneytisins eru nú starfandi nefndir til athugunar á einstökum þáttum útflutningsmála:

a) Nefnd, skipuð 21. nóvember 1984, til þess að greiða fyrir útflutningi verkefna og þjónustu á sviði sjávarútvegs og orkuvinnslu.

b) Í janúar 1985 var skipuð nefnd til að annast heildarendurskoðun á fyrirkomulagi útflutningsmála og athuga með hvaða hætti sé æskilegt að ríkisvaldið standi að þeim málum, og þá sérstaklega, hvernig skuli háttað samstarfi útflytjenda og stjórnvalda til eflingar útflutnings.

c) Í janúar 1985 var skipuð nefnd í því skyni að örva íslenska útflutningsstarfsemi og glæða áhuga almennings á útflutningsmálum. Er nefndinni m. a. ætlað að kanna hugmynd um, að 1986 verði ár útflutningsins og verði því lögð sérstök áhersla á að efla útflutningsstarfsemi.

3. Þingsályktun um fisksölusamstarf við Belgíumenn, send ráðuneytinu 6. júní 1975.

Viðskiptaráðuneytið efndi til fundar með nokkrum aðilum, sem málið var skylt, eftir að tillagan barst. Fulltrúar komu frá Landssambandi ísl. útvegsmanna (Fél. ísl. botnvörpuskipaeigenda), Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Samb. ísl. samvinnufélaga og tveir einstaklingar, sem höfðu flutt út fisk með flugvélum. Enn fremur sat fundinn flutningsmaður tillögunnar, Oddur Ólafsson, alþingismaður.

Á fundinum kom fram það álit, að ekki væri ástæða til að leita eftir sérstöku samstarfi við Belgíumenn um þau atriði í heild, sem tillagan fjallaði um, eins og þá var háttað.

Söluhorfur fiskafurða gjörbreyttust í löndum Efnahagsbandalagsins eftir að bókun nr. 6 við samninginn milli Íslands og bandalagsins tók gildi 1. júlí 1976, sem leiddi til afnáms tolla á fiskafurðum.

4. Þingsályktun um könnun á sendingu matvæla til þróunarlandanna, send ráðuneytinu 17. maí 1979. Matvæli hafa aldrei verið send til þróunarlandanna frá Þróunarsamvinnustofnuninni, enda aldrei verið fjárveiting í þessu skyni í fjárlögum.

Rauði kross Íslands, Hjálparstofnun kirkjunnar og 7. dags aðventistar hafa oft sent matvæli til þróunarlandanna og það í ríkum mæli miðað við höfðatölu þjóðarinnar.

5. Þingsályktun um endurskipulagningu á olíuverslun í landinu, send ráðuneytinu 31. maí 1979.

Á árinu 1979 voru skipaðar tvær nefndir til að kanna olíumálin. Annars vegar nefnd til að rannsaka alla helstu þætti olíuverslunar og olíunotkunar í landinu og hins vegar nefnd til þess að athuga þegar í stað þá viðskiptakosti sem kunna að standa til boða í olíukaupum erlendis frá.

Fyrrtalda nefndin hefur skilað hluta álits með ýmsum fróðleik um olíumálin, en af störfum þeirrar síðarnefndu leiddi m. a. að reynd voru kaup á olíu frá Bretlandi, sem reyndust óhagstæðari en þeir kostir, sem áður voru fyrir hendi.

Þessi mál hefur oft borið á góma á Alþingi m. a. einkasala á olíu, en sú hugmynd virðist ekki hafa hlotið hljómgrunn þar.

6. Þingsályktun um aðild Íslands að Genfar-bókuninni 1978, send ráðuneytinu 2. apríl 1980. Fullgildingarskjal Íslands að Genfar-bókuninni 1979 við hið almenna samkomulag um tolla og viðskipti (GATT) var afhent hinn 15. apríl 1980. Tók bókunin gildi 15. apríl 1980.

7. Þingsályktun um ný samvinnufélagalög, send ráðuneytinu 2. apríl 1980.

Hinn 22. sept. 1980 skipaði viðskiptaráðherra 5 manna nefnd til þess að undirbúa nýja löggjöf um samvinnufélög og samvinnusambönd samkv. ofangreindri ályktun.

Nefndin hefur samið frumvarp til laga um efnið og er það til athugunar í ráðuneytinu.

8. Þingsályktun um ítarlega athugun á samkeppnisaðstöðu Íslendinga, send ráðuneytinu 11. júní 1981.

Með bréfi, dags. 29. desember 1981, voru Alþingi sendar ýmsar upplýsingar um fyrirkomulag styrkja og aðstoð við sjávarútveg hjá helstu samkeppnisþjóðum okkar.

Þessi mál eru stöðugt í athugun og til umræðu, eins og alþingismönnum er kunnugt.

9. Þingsályktun um smærri hlutafélög, send ráðuneytinu 15. mars 1982.

Í ársbyrjun 1984 skipaði viðskiptaráðherra nefnd til þess að endurskoða lög um félög og stofnanir í atvinnurekstri eða með önnur fjárhagsleg markmið. Meðal þeirra laga sem nefndinni var falið að endurskoða voru lög nr. 32/1978 um hlutafélög og sagði í erindisbréfi nefndarinnar um það verkefni að nefndin ætti að koma með tillögur um nauðsynlegar úrbætur með hliðsjón af fenginni reynslu af framkvæmd laganna, einkum hvað snertir smærri hlutafélög. Nefndin hefur nú sent ráðuneytinu tillögur sínar um breytingu á lögum um hlutafélög og verður það frumvarp væntanlega lagt fyrir Alþingi á hausti komanda.

FRÁ HAGSTOFU ÍSLANDS:

Vísað er til bréfs yðar 2. apríl 1985 um afgreiðslu þingsályktana svo og til lista Alþingis um flokkun þingsályktana eftir ráðuneytum.

Athugun þessa lista virðist sýna, að engin þingsályktun hafi verið send Hagstofu Íslands til afgreiðslu á því tímabili, sem um er að ræða.

FRÁ RÍKISENDURSKOÐUN:

Ríkisendurskoðun hefur engar þingsályktanir haft til afgreiðslu á tilgreindu tímabili.

FRÁ FJÁRLAGA- OG HAGSÝSLUSTOFNUN:

Á 96. löggjafarþingi (1974–75) var samþykki ályktun um endurskoðun laga nr. 63 frá 12. maí 1970 um skipan opinberra framkvæmda.

Endurskoðunin var falin undirnefnd fjárveitinganefndar en engar tillögur hafa borist frá henni.

Svar viðskiptaráðherra við fyrirspurn Friðriks Sophussonar um útflutningsmál iðnaðarins, á þskj. 607, afhent þm. 5. júní.

Fyrirspurnin hljóðar svo:

1. Hefur ríkisstjórnin tekið afstöðu til frumvarps um útflutningstryggingar sem nefnd skipuð af forsætisráðherra samdi árið 1982?

2. Hefur ríkisstjórnin í hyggju að leggja fram frumvarp um Útflutningstryggingar Íslands á þessu þingi?

3. Hefur ríkisstjórnin gert einhverjar ráðstafanir í framhaldi af tillögum nefndarinnar um eflingu Útflutningslánasjóðs, þannig að starfssvið hans víkki og nái til fleiri greina en það gerir nú, og hins vegar að hann geti veitt hærri lán en til þessa og til lengri tíma?

4. Með hvaða hætti telur ríkisstjórnin að unnt sé að gera Útflutningslánasjóði kleift að bjóða:

a. samkeppnislán,

b. útflutningslán,

með sömu kjörum og sambærilegir sjóðir í samkeppnislöndum Íslands?

Svar:

1. tl.

Ríkisstjórn dr. Gunnars Thoroddsens fékk í hendur um mitt árið 1982 frv. til laga um Útflutningstryggingar Íslands sem nefnd skipuð af þáverandi forsætisráðherra samdi árið 1982. Um þetta frv. varð ekki samstaða í síðustu ríkisstjórn og varð þá að samkomulagi milli viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra að fjármálaráðuneytið hefði umsjón með frágangi og framlagningu frv. um þetta efni. Nýtt frv. var síðan samið í fjármálaráðuneytinu fyrri hluta árs 1983 og var það enn til umfjöllunar við ríkisstjórnarskipti í maí á því ári. Hið nýja frv. var sent viðskiptaráðuneyti og iðnaðarráðuneyti til umsagnar og að fengnum þeim umsögnum var enn samið frv. Var sú leið farin í þetta skipti að byggja að meginstefnu til á gildandi lögum um tryggingadeild útflutningslána við Ríkisábyrgðasjóð. Ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir hafa enn ekki tekið afstöðu til þessa frv.

2. tl.

Með vísan til þess, sem að ofan greinir, er afar ólíklegt að stjórnarfrv. um Útflutningstryggingar Íslands verði lagt fram á þessu þingi.

3. tl.

Í því frv., sem nú er til athugunar hjá stjórnarflokkunum, er lagt til að gerðar verði grundvallarbreytingar á núgildandi lögum um tryggingadeild útflutningslána við Ríkisábyrgðasjóð. Einkum er um þrjár breytingar að ræða. Í fyrsta lagi er hlutverk deildarinnar aukið verulega frá því sem verið hefur. Í öðru lagi er sjálfstæði deildarinnar aukið og henni sett sérstök stjórn. Í þriðja lagi er svigrúm deildarinnar til veitingar trygginga stóraukið. Er samkvæmt frv. gert ráð fyrir að hámark skuldbindinga hennar hækki úr sem næst 2,6 milljónum bandaríkjadala í 100 milljónir SDR. Er þar um að ræða sama hámark og lagt var til í frv.-drögum nefndarinnar sem skilaði áliti á árinu 1982.

4. tl.

Ríkisstjórnin hefur ekki haft aðstöðu til þess að fjalla um mál þetta enn sem komið er.