20.06.1985
Sameinað þing: 100. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6990 í B-deild Alþingistíðinda. (6362)

156. mál, nýting ríkissjóðs á hluta af Seðlabankabyggingu

Stefán Benediktsson:

Herra forseti. Vegna þess samkomulags sem gert var og vegna þess að þetta samkomulag virðist vera að bresta þá hefði ég nú viljað gera það að minni tillögu að fundi yrði frestað meðan þingflokksformenn og forsetar gætu komið sér saman um það um hvað raunverulega er samkomulag og hvað ekki, þannig að fundir geti haldið hér áfram eins og fyrirhugað var eða ella, ef ekkert samkomulag er um neitt, að menn viti þá líka að hverju þeir ganga.