19.11.1984
Sameinað þing: 22. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 1069 í B-deild Alþingistíðinda. (755)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfs

Forseti (Helgi Seljan):

Mér hefur borist svohljóðandi bréf:

„Alþingi. l6. nóv. 1984.

Friðrik Sophusson, 2. þm. Reykv., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður Sjálfstfl. í Reykjavík, Geir Hallgrímsson utanrrh., taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Ingvar Gíslason,

forseti Nd.

Geir Hallgrímsson hefur áður tekið sæti sem alþm. á þessu kjörtímabili og býð ég hann velkominn til starfa. Þá hefur mér einnig borist svohljóðandi bréf:

„Reykjavík, 16. nóv. 1984. Haraldur Ólafsson, 9. þm. Reykv., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður Framsfl. í Reykjavíkurkjördæmi, Björn Líndal lögfræðingur, Reykjavík, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti, með ósk um að fram fari í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Salome Þorkelsdóttir,

forseti Ed.

Björn Líndal hefur ekki áður setið á Alþingi og þarf því að fara fram rannsókn á kjörbréfi hans. Ég bið kjörbréfanefnd að athuga kjörbréf hans. Verður gefið 5 mínútna fundarhlé á meðan það fer fram. — [Fundarhlé.]