11.12.1985
Efri deild: 25. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1325 í B-deild Alþingistíðinda. (1015)

185. mál, iðnráðgjafar

Iðnrh. (Albert Guðmundsson):

Hæstv. forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til laga um breytingu á lögum nr. 86 frá 31. des. 1981 um iðnráðgjafa. Með lögum nr. 86 frá 31. des. 1981 voru sett sérstök lög um iðnráðgjafa. Skv. lögunum er heimilt að greiða úr ríkissjóði framlög vegna launakostnaðar iðnráðgjafa er samtök sveitarfélaga eða iðnþróunarfélög ráða til starfa. Framlagið miðast við launakostnað vegna starfs eins manns á starfssvæði samtaka sveitarfélaga eða miðað við kjördæmi. Skv. 5. gr. laganna er gildistími laganna til 31. des. 1985. Hér er lagt til að þessi lög verði framlengd óbreytt til eins árs.

Ég legg til að að lokinni þessari umræðu verði málinu vísað til 2. umr. og hv. iðnn. þessarar deildar.