12.12.1985
Efri deild: 27. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1442 í B-deild Alþingistíðinda. (1099)

168. mál, Aflatryggingarsjóður sjávarútvegsins

Skúli Alexandersson:

Virðulegi forseti. Það var aðeins um Aflatryggingasjóð. Ég held að mér hafi ekki misheyrst að hæstv. sjútvrh. hafi látið þau orð falla að sá sjóður hafi verið í einstaka tilfellum misnotaður. Ég ætla ekki að dæma um það hvort svo hafi verið, vel má það vera. Það gerist því miður oft með kerfi eins og var í kringum Aflatryggingasjóð að þau eru misnotuð. Ég veit ekki hvort ég á að orða það svo að ég fagni því að sjútvrh. skuli halda þessu fram vegna þess að með trú sinni á það að Aflatryggingasjóður hafi verið misnotaður, það kerfi sem þar var byggt upp, er hann kannske að viðurkenna hitt um leið, að vissir þættir af fiskveiðistjórn þeirri sem beitt hefur verið séu og hafi verið misnotaðir.