14.12.1985
Neðri deild: 29. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1630 í B-deild Alþingistíðinda. (1259)

190. mál, gjaldþrotalög

Frsm. (Gunnar G. Schram):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. á þskj. 267. Það er um 190. mál, frv. til l. um breyting á gjaldþrotalögum nr. 6 5. maí 1978.

Nefndin hefur fjallað um frv. þetta og leggur til að það verði samþykkt óbreytt.

Fjarstödd afgreiðslu málsins voru Guðrún Helgadóttir, Pálmi Jónsson og Guðmundur Einarsson, en undir þetta nál. skrifa auk mín Stefán Guðmundsson, Friðjón Þórðarson og Ólafur Þ. Þórðarson.