19.12.1985
Neðri deild: 41. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 1988 í B-deild Alþingistíðinda. (1682)

198. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. minni hl. (Jón Baldvin Hannibalsson):

Herra forseti. Með 3. gr. þessa frv. er lagt til að skattfrelsismörk til eignarskatts verði lækkuð og á þannig að hækka eignarskatt af eignum umfram launahækkanir. Alþýðuflokkurinn telur þetta ranga stefnu og hefur lagt til að þessi skattfrelsismörk verði þvert á móti hækkuð og mun byggja brtt. sínar við frv. til fjárlaga 1986 á því. Minni hlutinn leggur því til að 3. gr. frv. verði felld en mælir með samþykkt frv. að öðru leyti.