27.01.1986
Sameinað þing: 36. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2117 í B-deild Alþingistíðinda. (1846)

Tilkynning frá forsætisráðherra um breytingar á ríkisstjórninni

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Það skal tekið fram að það er algjörlega tilefnislaust og óþarfi að óska eftir skýrum svörum frá forseta um það á þessari stund á hvaða stund á morgun yrði hafin almenn stjórnmálaumræða. Það mun fara um þessa framkvæmd eins og venjulega. Það verður ákveðið af forseta þegar þar að kemur með það fyrir augum að umræðan geti farið sem best fram og henni sé ætlaður sem bestur og skynsamlegastur tími.

Um það hvort skilja megi yfirlýsingu forseta á þá leið að hér verði almenn stjórnmálaumræða á morgun, þá er það að segja að ég mun ræða það við hæstv. forsrh. Ég tel að það sé eðlilegt eins og ég hef áður sagt.