06.02.1986
Sameinað þing: 42. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 2387 í B-deild Alþingistíðinda. (1991)

19. mál, málefni myndlistamanna

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Það skal tekið fram að það er neyðarkostur að þurfa að fresta umræðu sem þessari. Aðalreglan hlýtur að vera sú að Alþingi geti rætt mál sem heyra undir einhvern ráðherra þó að ráðherrann sé ekki við. Það gæti þrengst kostur hv. þm. ef sú regla ætti að gilda að þeir gætu ekki rætt sínar till. og fengið þær afgreiddar nema ráðherra sé við. Ef það kemur ósk frá flm. um að umræðunni sé frestað verður það tekið til úrskurðar. Það hefur ekki komið fram ósk um frestun frá menntmrh. Ég lít svo á að það sé ekki formleg ósk um frestun og er þá umræðunni lokið.