10.03.1986
Neðri deild: 59. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3021 í B-deild Alþingistíðinda. (2561)

54. mál, sveitarstjórnarlög

Tryggvi Gunnarsson:

Herra forseti. Ég get ekki lagt stein í götu þessa frv., en mér finnst 1. gr. ekki vera til þess að hafa nafnakall út af. Þó má vera að það sé eitt sem menn hnjóta um og ég hnýt um það líka. „Hver maður er í því sveitarfélagi þar sem hann á lögheimili.“ Er það ekki sjálfsagt? Þarf nokkuð að árétta það? Ég hefði gjarnan viljað fella þessa grein út. En að svo komnu segi ég já.