11.03.1986
Sameinað þing: 57. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3036 í B-deild Alþingistíðinda. (2593)

222. mál, staða lektors í íslenskum bókmenntum

Menntmrh. (Sverrir Hermannsson):

Herra forseti. Ég hef nú fáu að bæta við það sem ég sagði áðan. Í niðurstöðum dómnefndar er tekið fram að tveir umsækjendur skeri sig úr. Það stendur skýrum stöfum þar. Það voru þau Helga Kress og Matthías Viðar Sæmundsson. Þegar þetta er rakið og á þetta er litið óhlutdrægt sjá menn að hér hefði verið meira en lítið sérkennilega að farið og vífilengjur um þessa stöðu að skipa dósent í lektorsstöðu þremur launaflokkum neðar. Ætli það hefði ekki fljótlega komið krafa um áð hún hlyti sömu laun og hún áður hafði? Því á ég helst von á. Skipa þá mann til bráðabirgða í hina stöðuna til þriggja ára meðan maður er í fríi. Menn sjá að þetta er auðvitað lausung í stöðuveitingum. Og ég vil aðeins minna og benda á að það var auglýst staða lektors í íslenskum bókmenntum, en ekki í Torfhildi Hólm eða Guðrúnu frá Lundi.