11.03.1986
Sameinað þing: 57. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3063 í B-deild Alþingistíðinda. (2634)

293. mál, starf ríkissaksóknara

Fyrirspyrjandi (Stefán Benediktsson):

Herra forseti. Á þskj. 539 hef ég leyft mér að flytja fsp. sem er í beinum tengslum við þá fsp. sem hér var til umræðu áðan og fjallar um störf ríkissaksóknara. Hún hljóðar einfaldlega þannig:

„Er ríkissaksóknara eða fulltrúa hans skylt að mæta í réttarhöld þar sem hann fer með ákæruvaldið?"