12.03.1986
Efri deild: 61. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3078 í B-deild Alþingistíðinda. (2657)

Um þingsköp

Forseti (Salome Þorkelsdóttir):

Eins og fram kom í máli hv. 5. landsk. þm. er formaður hv. menntmn. með fjarvistarleyfi í dag, en skv. þingskapalögum hafa forsetar það hlutverk að hafa eftirlit með störfum nefnda. Ég held að ég megi segja að það sé rétt með farið að þau mál sem hér var getið um hafi ekki verið komin til nefndar þegar formenn funduðu síðast ásamt forsetum. En þetta er í sjálfu sér réttmæt ábending og forseti mun athuga það við formann hv. menntmn.