17.03.1986
Neðri deild: 64. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3138 í B-deild Alþingistíðinda. (2706)

54. mál, sveitarstjórnarlög

Ellert B. Schram:

Herra forseti. Það er langt í frá að ég sé sammála öllum þeim rökum sem fram hafa komið hjá andstæðingum þessa frv. í umræðunum undanfarna daga. Ég er hins vegar sammála tilgangi þessarar till., sem hér er nú borin upp til atkvæða, að því leyti að hún felur það í sér að afgreiðslu málsins í öllum aðalatriðum sé frestað. Ég held nefnilega að þetta frv. gangi allt of skammt í þá átt að breyta valda- og verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga sem ég tel mjög aðkallandi og raunar var upphaflega stefnt að með endurskoðun á lögunum. Ég segi því já.