25.03.1986
Sameinað þing: 64. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3315 í B-deild Alþingistíðinda. (2922)

101. mál, fríiðnaðarsvæðið við Keflavíkuflugvöll

Iðnrh. (Albert Guðmundsson):

Hæstv. forseti. Varðandi fsp. til forsrh. um fríiðnaðarsvæði við Keflavíkurflugvöll vil ég taka það fram að þetta er ekkert stórmál að hrinda í framkvæmd og að umsókn um fríhafnarsvæði og heimild til að starfrækja fríhöfn hefur legið fyrir íslenskum stjórnvöldum frá 1962 á vegum Tollvörugeymslunnar í Reykjavík en ekki hlotið undirtektir. Það er tímabært að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd.