09.04.1986
Efri deild: 71. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3567 í B-deild Alþingistíðinda. (3239)

Afgreiðsla þingmála

Forseti (Salome Þorkelsdóttir):

Það er kannske rétt fyrir forseta að hafa orð á því að vinnulag þessa fundar hefur verið með nokkuð óvenjulegum hætti hér í hv. deild í dag og skrifast það vinnulag eingöngu á reikning forseta. Hér hefur málum verið frestað og hans eigin tilfinning er sú að þetta hafi allt verið dálítið ruglingslegt, en þó þegar upp er staðið er þess vænst að allt hafi nú komist til skila á réttan hátt.