05.11.1985
Sameinað þing: 11. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 403 í B-deild Alþingistíðinda. (339)

35. mál, kjötinnflutningur varnarliðsins

Forsrh. (Steingrímur Hermannsson):

Herra forseti. Þótt ég beri mikla virðingu fyrir hæstv. iðnrh. sem orðnum mjög lögfróðum manni, þá ber ég meiri virðingu fyrir þeim þremur sem ég hef kvatt til. Og þetta er, má segja, nánast sú spurning sem þeir eru um spurðir. En út af því sem kom fram hér áðan hjá hv. þm. um sjúkdómahættuna, þá var það nú ekki út af fyrir sig á dagskrá. En það eru lög um sjúkdómahættu sem þarna eru til samanburðar og ríkisstj. er ákveðin í því, hver sem verður niðurstaða þeirra hv. lögfræðinga sem eru kvaddir til, að gera þær ráðstafanir sem tryggja að sjúkdómahætta stafi ekki af þessum innflutningi.