14.04.1986
Efri deild: 74. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3726 í B-deild Alþingistíðinda. (3401)

379. mál, lyfjafræðingar

Frsm. (Salome Þorkelsdóttir):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. á þskj. 799 frá heilbr.- og trn. um frv. til l. um breytingu á lögum nr. 35/1978, um lyfjafræðinga.

Frv. þessu er ætlað að breyta ákvæðum 4. tölul. 3. gr. laganna þannig að stytta starfsþjálfun lyfjafræðingsefna úr tólf mánuðum í níu. En frá því að lögin voru sett 1978 hefur framleiðsla á lyfjum að mestu leyti horfið úr langflestum lyfjabúðum. Frv. er því flutt til samræmis breyttum forsendum.

Nefndin hefur rætt þetta frv. og leggur til að það verði samþykkt óbreytt. Fjarverandi afgreiðslu málsins voru Karl Steinar Guðnason og Kolbrún Jónsdóttir. Undir þetta nál. rita Salome Þorkelsdóttir, Helgi Seljan, Björn Dagbjartsson, Árni Johnsen og Jón Sveinsson.