15.04.1986
Sameinað þing: 74. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 3810 í B-deild Alþingistíðinda. (3492)

215. mál, ráðningar í lausar stöður embættismanna

Fjmrh. (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Að því er varðar fsp. hv. þm. í framhjáhlaupi er þess að geta að stöðuheimildir eru ákveðnar og ríkisstofnanir hafa ekki heimild til að fara fram úr þeim nema með sérstöku leyfi, en að því er varðar efni spurningarinnar sem hér lá fyrir er það rétt að fjmrn. óskaði eftir fresti til að svara fsp. vegna þess, eins og hér kom fram, að það er á ábyrgð hvers ráðuneytis að framfylgja þeim lagaákvæðum sem hér um ræðir og fjmrn. taldi sig ekki geta svarað fsp. fyrr en öll ráðuneyti hefðu sent inn svör, en þau voru mjög á svipaða lund og ég dró meginefni þeirra fram í mínu svari.