18.04.1986
Efri deild: 79. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4076 í B-deild Alþingistíðinda. (3738)

232. mál, talnagetraunir

Stefán Benediktsson:

Frú forseti. Ég verð að taka enn undir með hv. 5. landsk. þm. Þegar maður stendur hér og talar til ráðherra, ber fram spurningar til þeirra og eða virkilega höfðar til þeirra hlutverks hér á þingi finnst mér mjög óeðlilegt og afskaplega óviðkunnanlegt að þeir sitji og þegi þunnu hljóði og reyni að koma málum sínum fram ekki með þeim hætti að fylgja þeim eftir málefnalega og með röksemdum heldur einfaldlega þegja þau í gegnum deildir.