18.04.1986
Efri deild: 79. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4098 í B-deild Alþingistíðinda. (3761)

422. mál, starfsmenn þjóðkirkju Íslands

Landbrh. (Jón Helgason):

Herra forseti. Eins og fram kom í máli hv. 6. landsk. þm. eru það lagaákvæði sem kveða skýrt á um hverjir hafa heimild til prestvígslu hér og það er í samræmi við þau sem fyrrnefndur úrskurður var felldur. Hins vegar eru í þessu frv. ákvæði sem gera það kleift að víkja frá þessu og mundu þá eiga við í þessu tilviki.

Ég skal ekki segja hvort möguleiki er nú á þessu þingi, þegar svo fáir dagar eru eftir, að koma slíkri breytingu í gegn. En ég lagði til að þessu frv. yrði vísað til hv. menntmn. og er reiðubúinn að ræða við formann nefndarinnar eða nefndina um það hvort nefndin treysti sér til að leggja slíkt til.