21.04.1986
Neðri deild: 92. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 4308 í B-deild Alþingistíðinda. (4044)

413. mál, þjóðarátak til byggingar þjóðarbókhlöðu

Jón Baldvin Hannibalsson:

Herra forseti. Eins og fram kom við umræður um þetta mál er nógur tími og ráðrúm fyrir hæstv. ríkisstj. til að tryggja þjóðarbókhlöðunni viðunandi framlag á næstu fjárlögum. En með hliðsjón af því að flutningur þessa stjfrv. um álagningu eignarskatts felur í sér óvænta en ánægjulega stefnubreytingu að því er varðar afstöðu Sjálfstfl. til þessa skattstofns og það hlýtur að hafa fordæmisgildi í framtíðinni segi ég að vísu já.