19.11.1985
Sameinað þing: 17. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 704 í B-deild Alþingistíðinda. (535)

Eldgos í Kólumbíu

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Hv. 7. þm. Reykv. hefur óskað umræðu utan dagskrár. Það verður orðið við þeirri ósk og fer umræðan fram skv. 1. málsgr. 32. gr. þingskapa.

Með því að þetta er í fyrsta sinn sem beitt er þessum nýju ákvæðum þingskapa um umræður utan dagskrár skal vakin athygli á því að málshefjandi má ekki tala lengur en í þrjár mínútur og aðrir, þar með taldir ráðherrar, eigi lengur en í tvær mínútur. Enginn má tala oftar en tvisvar.