19.11.1985
Sameinað þing: 17. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 710 í B-deild Alþingistíðinda. (550)

83. mál, almenn stjórnsýslulöggjöf

Pétur Sigurðsson:

Herra forseti. Þetta verða aðeins örfá orð. Ég fagna því að hér skuli komin á dagskrá enn einu sinni sú staða sem við þekktum hér áður á Alþingi, umboðsmaður Alþingis. ég minnist þess að ég flutti þáltill., sem var samþykkt, þess efnis að unnið yrði að frv. til l.um það starf. Ég tók þá tillögu upp eftir að Einar Ágústsson, núverandi sendiherra í Kaupmannahöfn, hvarf af þingi, en hann hafði flutt hana áður. Ríkisstjórnin í þann tíma gerði ekki meira en að láta vinna frv. Ég flutti það einu sinni, en það kom aldrei úr nefnd. Ég fagna því ef málið er komið á það umræðustig a.m.k. nú að við fáum að heyra meira um það á yfirstandandi þingi og ég tek undir það með þeim, sem hér hafa talað, því að ég tel þetta bráðnauðsynlegt nú eins og þá og kannske ekki síst nú.