26.11.1985
Sameinað þing: 21. fundur, 108. löggjafarþing.
Sjá dálk 891 í B-deild Alþingistíðinda. (705)

50. mál, rannsóknir við Mývatn

Fyrirspyrjandi (Guðmundur Einarsson):

Herra forseti. Þá hefur komið fram að tveir hæstv. ráðherrar, sem um þetta mál fjalla, hafa fjallað og fjölluðu og væntanlega munu fjalla, telja orðalag laganna frá því 1974 um þetta mál engu skipta, heldur gera að uppistöðu í sínum málfutningi hvernig hafi síðan tekist til með skipun nefnda og framlag fjármuna í þessum efnum til þess að koma á lappirnar einhvers konar viðunandi rannsóknastarfsemi. Um það snýst ekki málið. Við erum að tala um hvort lögin frá 1974 standi eða ekki. Ég skora hér með á hæstv. ríkisstj. að leggja fram stjfrv. um breytingu á orðalagi 3. gr. laganna frá 1974 þar sem felld verður niður sú kvöð að Náttúruverndarráð samþykki framkvæmdir eða mannvirkjagerð eða rask á þessu svæði vegna þess að öðruvísi get ég ekki túlkað orð hæstv. ráðherra sem hér hafa komið fram.