17.12.1986
Neðri deild: 24. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1907 í B-deild Alþingistíðinda. (1769)

Afgreiðsla frumvarps til stjórnarskipunarlaga

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Út af þessum orðum hv. 5. þm. Vestf. vil ég upplýsa að ég var næstur á mælendaskrá og þar sem ég var ekki í standi til að ræða þetta mál eins og ég hefði viljað og þar sem annir þingsins eru nú miklar var það að minni ósk sem umræða hefur ekki farið fram um þetta mál og ég vil að það rétta komi fram.