20.12.1986
Neðri deild: 33. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2222 í B-deild Alþingistíðinda. (2099)

Þingfrestun

Guðrún Agnarsdóttir:

Herra forseti. Ég vil fyrir hönd þingdeildarmanna þakka virðulegum forseta hlý orð og góðar óskir í okkar garð. Ég vil þakka honum alúðlega og réttláta fundarstjórn það sem af er þessu þingi sem og endranær. Ég óska honum og fjölskyldu hans gleðilegra jóla, árs og friðar og við væntum þess að hitta hann heilan á nýju ári.

Skrifstofustjóra Alþingis og starfsfólki öllu vil ég fyrir okkar hönd þakka þolinmæði, lipurt og gott samstarf, ekki síst á þessum síðustu annasömu dögum þingsins. Þeim óska ég öllum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla, árs og friðar. Ég vil svo biðja hv. þingdeildarmenn að rísa úr sætum og taka undir þessi orð mín. - [Þingmenn risu úr sætum.]