20.12.1986
Sameinað þing: 36. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2236 í B-deild Alþingistíðinda. (2153)

1. mál, fjárlög 1987

Ólafur G. Einarsson:

Herra forseti. Það má segja með sanni að menn streitist hér við að koma í veg fyrir sölu þessarar jarðar. Fordæmi er fyrir því að jarðir og jarðapartar hafi verið seld úr eigu ríkisins með heimild í 6. gr. fjárlaga. Frv. um sölu þessarar jarðar dagaði uppi á síðasta þingi eftir að hafa verið samþykkt í hv. Ed. Umsagnir þeirra sem leitað var til um sölu jarðarinnar voru jákvæðar. Ég segi já.