23.10.1986
Sameinað þing: 7. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 279 í B-deild Alþingistíðinda. (228)

María Jóhanna Lárusd. SDK 11 þm. RV Sk

Frsm. kjörbréfanefndar (Haraldur Ólafsson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur farið yfir þetta mál og þar eð 1., 2., 3. og 4. varamaður Kvennalistans í Reykjavík, þ.e. Kristín Ástgeirsdóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir og Ingibjörg Hafstað, geta ekki tekið sæti á Alþingi í fjarveru Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur vegna anna hefur verið gefið út kjörbréf fyrir Maríu Jóhönnu Lárusdóttur. Nefndin hefur athugað kjörbréfið og mælir með að það verði samþykkt.