27.10.1986
Neðri deild: 6. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 313 í B-deild Alþingistíðinda. (259)

74. mál, lögræðislög

Guðrún Agnarsdóttir:

Herra forseti. Varamaður minn, Málmfríður Sigurðardóttir, er meðflutningsmaður að þessu frv. Ég vil taka undir orð 1. flm. og jafnframt vekja athygli hv. alþm. á því að þær breytingar á lögræðislögum, sem farið er fram á hér, eru sannarlega til bóta og réttlátari fyrir þolendur en þau lög sem nú gilda. Þess vegna bið ég hv. alþm. að gaumgæfa þessar breytingar vel og veita þessu máli fulla athygli og velvild þegar það kemur til nefndar því það er þess virði.