09.02.1987
Neðri deild: 41. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2847 í B-deild Alþingistíðinda. (2648)

Húsgagnakaup Alþingis

Hjörleifur Guttormsson:

Herra forseti. Á fundi hv. Nd. s.l. miðvikudag vakti ég máls á því í umræðu um stjfrv. um opinber innkaup að gerð hefðu verið nokkuð sérstæð kaup á húsgögnum fyrir Alþingi. Einmitt sama dag barst í hendur þm. ályktun frá Félagi starfsfólks í húsgagnaiðnaði sem gerði mjög ákveðnar athugasemdir við þessa ákvörðun sem endurspeglast í húsgagnakaupum á vegum þingsins. Hæstv. forseti deildarinnar hafði ekki aðstæður til að veita svör í sambandi við þetta mál eða skýringar af sinni hálfu þar eð enginn var varaforsetinn viðstaddur. Nú vildi ég inna hæstv. forseta eftir því hvort slíkra svara sé að vænta frá forustu þingsins og í hvaða formi það geti gerst þar sem þetta mál er hér ekki sérstaklega á dagskrá. Ég tók orð hæstv. forseta þannig að hann væri af vilja gerður til að veita skýringar á þessu máli.