18.02.1987
Neðri deild: 44. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3223 í B-deild Alþingistíðinda. (2911)

336. mál, deilur menntamálaráðuneytisins og fræðsluyfirvalda í Norðurlandsumdæmi eystra

Ólafur G. Einarsson:

Hæstvirtur forseti. Skoðanir mínar á þessu frv. hafa þegar komið skýrt í ljós í rökstuðningi fyrir dagskrártillögunni. Ég árétta að dómstólar eiga einir úrskurðarvald um það hvort frávikning fræðslustjórans hafi verið réttmæt að lögum. Hann hefur þegar ákveðið með stefnu útgefinni 12. þ.m. að láta á það reyna. Það er hin lögformlega og rétta leið. Frv. sem kveður á um aðra málsmeðferð er því óþarft ef ekki óþinglegt og á ekkert erindi til þingnefndar. Álit forseta Hæstaréttar, sem raunar hnígur í sömu átt, á ekki að nota til að knýja á um athugun frv. í þingnefnd. Það álit skiptir einfaldlega ekki máli. Ég segi já.