19.02.1987
Neðri deild: 46. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3266 í B-deild Alþingistíðinda. (2967)

296. mál, vitamál

Samgönguráðherra (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Þetta frv. um vitamál fjallar um að vitamálastjóri verði ekki skipaður af forseta heldur af samgrh. og það er í samræmi við nýju lögin um hafnamál. Þar var slík breyting gerð þegar þau lög voru ákveðin og sömuleiðis var skipan í hafnarmálastjóraembættið til ákveðins tíma. Af því að það er sami maðurinn sem gegnir þessum embættum báðum samkvæmt þessum tvennum lögum þarf að gera þessa breytingu á vitalögum til þess að samræmi sé þarna á milli. Þess vegna er þetta frv. flutt.

Ég legg til að að lokinni þessari umræðu verði frv. vísað til hv. samgn.

Umræðu (atkvæðagreiðslu) frestað.