02.03.1987
Efri deild: 45. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3576 í B-deild Alþingistíðinda. (3164)

18. mál, kosningar til Alþingis

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég hef ævinlega verið þeirrar skoðunar að mjög sé misráðið að hafa kjördag það snemma árs að hætta sé á að menn komist ekki á kjörstað sökum veðurfars hér á landi. Ég bendi jafnframt á að það er ekki eingöngu um það að tefla að menn komist til að greiða atkvæði í þingkosningum heldur einnig að frambjóðendur hafi tækifæri til að funda með kjósendum. Ég tel ákaflega mikilvægt að til þess sé nægilegt svigrúm á þeirri fjölmiðlaöld sem við lifum nú á, þannig að frambjóðendur þurfi ekki einungis að tala við kjósendur í gegnum fjölmiðla heldur hafi færi á að funda með þeim. Í samræmi við þessar skoðanir segi ég nei.