04.03.1987
Neðri deild: 51. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3744 í B-deild Alþingistíðinda. (3349)

209. mál, sjómannadagur

Sjávarútvegsráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir frv. til l. um sjómannadag, en sjómannadagurinn, fyrsti sunnudagur í júní, hefur verið haldinn hátíðlegur í nær 50 ár, í fyrsta skipti 6. júní 1938.

Ég ætla ekki, herra forseti, að fara mörgum orðum um þetta mál þó að mikil ástæða væri til þess. Það er skammur tími eftir af fundi deildarinnar og bíða mörg mál. Ég leyfi mér, þó að ég beri mikla virðingu fyrir þessum degi, að fá að vitna til ræðu minnar um þetta mál í hv. Ed., en ég tel það mjög mikilvægt að binda þennan dag með lögum þótt það sé ljóst að þar þurfi ákveðnar undantekningar að vera og kemur það skýrt fram í þeim breytingum sem hafa verið gerðar í hv. Ed. að þar er nokkur vandi á höndum.

Ég er sammála þeim breytingum sem þar hafa verið gerðar og hafa verið gerðar í samráði við hagsmunaaðila og hygg ég að mál þetta sé orðið með þeiin hætti að flestir geti sætt sig við það. En það er alveg nauðsynlegt að hægt sé að gera nokkrar undantekningar vegna eðlis starfans frá þeirri almennu reglu að sjómannadagurinn skuli vera almennur frídagur allra sjómanna og þessar undantekningar koma skýrt fram í frv. eins og það liggur fyrir eftir breytingar í hv. Ed.

Að lokinni þessari umræðu legg ég til, herra forseti, að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. sjútvn.