09.03.1987
Efri deild: 51. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3817 í B-deild Alþingistíðinda. (3428)

342. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Í þessari brtt. er gert ráð fyrir bindandi samþykkt þess efnis að gagnger endurskoðun fari fram á þeim frumvörpum sem hér er nú verið að greiða atkvæði um. Ég tel ekki vanþörf á að svo verði gert, svo og að tekið verði á öðrum þáttum beinnar skattlagningar hér á landi eins og hér er gert ráð fyrir. Hér er einnig gert ráð fyrir að flytja a.m.k. 500 millj. af skattbyrði launafólks yfir til fyrirtækja og fjármagnseigenda. Mér finnst þar heldur skammt gengið, en sé að hér stendur „a.m.k.“ og get því fellt mig við þetta. Með fyrirvörum sem ég kynni að hafa við einstakar greinar eða þá ellefu liði sem hér eru er ég sammála þeirri meginstefnu sem í þessari brtt. felst og segi já.